4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum
Græn borg
Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.
Markmið Reykjavíkurborgar til að bæta aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum til 2030 felast í áherslu á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- Staðinn er vörður um neysluvatn sem er grunnurinn að allri matvælaframleiðslu
- Staðinn er vörður um loftgæði og vatnsgæði sjávar og ferskvatns sem er grunnurinn að allri útivist
- Stutt er við hverskyns hreyfingu og útivist samhliða uppbyggingu á grænum svæðum
- Sjálfbærni hefur aukist við framleiðslu og neyslu matvæla og matarsóun minnkað
- Bætt aðgengi og aukið framboð er á grænmetisfæði og matvælum með takmörkuðu kolefnisspori
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Haftengd útivist | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Skóla- og frístundasvið |
Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti | Í vinnslu | 2025 | Janúar 2024 | Skóla- og frístundasvið |
Þróun 6 vikna matseðils | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Skóla- og frístundasvið |
Útboð vegna eldhúsumsjónarkerfis | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.