4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum

Græn borg

Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar til að bæta aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum til 2030 felast í áherslu á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.

  • Staðinn er vörður um neysluvatn sem er grunnurinn að allri matvælaframleiðslu
  • Staðinn er vörður um loftgæði og vatnsgæði sjávar og ferskvatns sem er grunnurinn að allri útivist
  • Stutt er við hverskyns hreyfingu og útivist samhliða uppbyggingu á grænum svæðum
  • Sjálfbærni hefur aukist við framleiðslu og neyslu matvæla og matarsóun minnkað
  • Bætt aðgengi og aukið framboð er á grænmetisfæði og matvælum með takmörkuðu kolefnisspori