Minni matarsóun í mötuneytum Reykjavíkurborgar

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Markmið verkefnisins er að meta matarsóun í fimm mötuneytum þvert á svið Reykjavíkurborgar og kanna í kjölfarið áhrif þess að beita hnippingum og veita fræðslu um leiðir til að takmarka matarsóun.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Verkefnið er á bið vegna breytinga í starfsmannamálum.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Búið er að hafa samband við Háskóla Íslands og óska eftir samstarfi vegna rannsóknaverkefnis. Verkefnið er í bið vegna breytinga í starfsmannamálum.
  Janúar 2023   Undirbúningsvinna er hafin vegna verkefnis þar sem verið er að safna gögnum um aðferðir til að meta raunverulega matarsóun, kanna fræðilega stöðu þekkingar og hafa samband við stjórnendur mötuneyta vegna þátttöku. Búið er að hafa samband við Háskóla Íslands og óska eftir samstarfi vegna rannsóknaverkefnis. Verkefnið hefur tafist vegna breytinga í starfsmannamálum
  Júlí 2022 Undirbúningsvinna er hafin vegna verkefnis þar sem verið er að safna gögnum um aðferðir til að meta raunverulega matarsóun, kanna fræðilega stöðu þekkingar og hafa samband við stjórnendur mötuneyta vegna þátttöku.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: