SPARCS

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

SPARCS (Sustainable energy Positive & zero cARbon CommunitieS) er stórt orkuskipta- og loftslagsverkefni styrkt af ESB. Verkefnið stuðlar að samvinnu borga í Evrópu í leit að nýjum og betri lausnum með það fyrir augum að umbreyta borgum í sjálfbær, kolefnishlutlaus vistkerfi sem leiða til bættra lífskjara íbúa. Sem samstarfsvettvangur 31 ólíkra aðila skapar verkefnið ný tækifæri í þróun og miðlun þekkingar á kolefnisjöfnun borga. Verkefnið styður við innleiðingu Græna Plansins og þátttöku Reykjavíkurborgar Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Helstu afurðir úr SPARCS verkefninu frá tímabilinu:

(1) Leiðarvísir að kolefnishlutleysi 2050 með áherslu vistvænar samgöngur, grænt húsnæði og loftslagsvæna borgarþróun;

(2) Skýrsla um tilraunaverkefnin – Hlemmur og Grænt húsnæði framtíðarinnar, frá hugmyndasetningu til framkvæmdar;

(3) Ítarleg greining á áðurnefndum tilraunaverkefnum varðandi fjárhagslega fjárfestingu, umhverfisáhrif, mælikvarða, áhættustýringu og endurgjöf frá helstu hagsmunaaðilum á þróunar- og uppbyggingarstigi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 SPARCS hefur fylgt þróuninni í báðum tilraunaverkefnum í SPARCS áfram; Grænu húsnæði framtíðarinnar og endurhönnun og uppbyggingu á Hlemmi. Unnið er að því að nota þá þekkingu sem hefur safnast saman í báðum verkefnum til annars vegar að nýta inn í vinnu varðandi þá stefnu og framtíðarkröfur sem borgin mun setja varðandi vistvænni mannvirkjagerð og hins vegar þróun á samgöngukjörnum framtíðarinnar. Bæði verkefni eiga það sameiginlegt að hafa þróað nýjar aðferðir og lausnir í leit að sjálfbærum lausnum.Vegferð borgarinnar í átt að sjálfbæru samfélagi og kolefnishlutleysi 2050 var kortlögð í samstarfi við lykilhagaðila innan og utan borgarinnar. Í verkefninu var reglulegt samráð við aðila innan Evrópusambandsins og aðra aðila svo sem Climate-KIC, Scalable Cities, City Coordinator Group, Rannís og European Institute of Innovation & Technology (EIT) við að efla rannsóknir og nýsköpunarvistkerfi borgarinnar.
  Janúar 2023   Unnið var að því að raungera tilraunaverkefni SPARCS; samgöngumiðstöðina á Hlemmi sem er á framkvæmdastigi og Grænt húsnæði framtíðarinnar þar sem fyrstu lóðasamningar hafa verið undirritaðir. Í tengslum við Grænt húsnæði framtíðarinnar var Reykjavíkurborg boðið að taka þátt í verkefnastjórn Byggjum grænni framtíðar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer fyrir. Auk þess var unnið að hugmyndaleit í tengslum við heildarskipulag Veðurstofureits þar sem þremur hlutskörpustu teymum úr Grænt húsnæði framtíðarinnar var boðið að taka þátt. Í gegnum SPARCS-verkefnið var áfram unnið að því að efla innlent og alþjóðlegt tengslanet t.d. við norrænar og evrópskar borgir, B-hluta fyrirtæki, ýmsa hagaðila og þverfagleg svið borgarinnar með þekkingarskiptum, pallborðsumræðum, vettvangsheimsóknum ráðstefnum og ýmsum kynningum. SPARCS var einnig lykiltengiliður við ýmsar nýsköpunaráætlanir á vegum ESB eins og Climate-KIC og European Institute of Innovation & Technology (EIT), með því markmiði að efla nýsköpunarvistkerfi Reykjavíkur.
  Júlí 2022 Unnið var að því að formgera SPARCS verkefnið enn frekar hjá Reykjavíkurborg og áherslur verkefnisins um samgöngukjarna í tengslum við Borgarlínu og Grænt húsnæði framtíðarinnar unnar áfram. Stór vinnustofa var m.a. haldin um þarfagreiningu í tengslum við gerð samgöngukjarna með 25 aðilum frá Umhverfis- og skipulagssviði, Vegagerðinni, Betri Samgöngum, Strætó, Borgarlínunni o.fl. þar sem sérfræðingar frá Þýskalandi, Finnlandi og Portúgal veittu innblástur og kynntu þeirra samgönguverkefni og aðferðafræði. Skýrslu um stöðu Reykjavíkurborgar í loftlags- og umhverfismálum var auk þess skilað til Evrópusambandsins.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: