Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.

Um sviðið

Sýn sviðsins er að byggja upp öfluga mannauðsþjónustu í því skyni að laða að, styðja við og þróa starfsfólk  þannig að það geti þjónað borgarbúum á þann hátt sem ávinnur sér virðingu og traust samfélagins. Einnig að starfsfólk borgarinnar hafi þá hæfni og færni sem þarf til mæta ábyrgð í starfi og veita það þjónustustig sem sett hefur verið.

Hlutverk

Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu. Að lokum ber sviðið ábyrgð á launavinnslu og rekstri mannauðs- og launakerfa borgarinnar. 

Netfang: mannaudur@reykjavik.is

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri er Lóa Birna Birgisdóttir.

Skipurit