Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg hefur verið valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Markmið verkefnisins er að þátttökuborgirnar, 112 borgir, verði kolefnishlutlausar og snjallar árið 2030. Þær verða miðstöðvar rannsókna og nýsköpunar til að gera öllum öðrum borgum í Evrópu kleift að verða kolefnishlutlausar og snjallar fyrir árið 2050. Næsta ár mun því einkennast af endurskoðun á fyrri markmiðum og undirbúning Loftslagsborgarsamnings sem er forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Fyrra markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 verður endurskoðað og flýtt til ársins 2030, a.m.k. losun sem er skilgreind innan BASIC+.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030
Stöðulýsing 1. júlí 2022
Reykjavíkurborg hlaut þann heiður í upphafi árs að vera valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Á árinu 2022 fékk Reykjavík sérsniðna fræðslu, fjarfundi og ráðgjöf frá samtökunum NetZeroCities, en þau halda utan um verkefnið í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og m.a. samtökin Climate-KIC, Eurocities og ICLEI. Í ágúst 2022 var stofnaður stýrihópur, samsettur af öllum oddvitum borgarstjórnarflokkanna. Hlutverk stýrihópsins er að leiða stefnumótun varðandi þátttöku Reykjavíkur í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Verið er að undirbúa fyrstu útgáfu af Loftslagssamningi Reykjavíkur. Gerð er krafa um að slíkur samningur sé unninn í víðtæku samstarfi við Evrópusambandið, íslenska ríkið, önnur sveitarfélög, einkaaðila, félagasamtök og ítarlegt samráð við íbúa.
Eldri stöðulýsingar
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Framvinda
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 |
Reykjavíkurborg hlaut þann heiður í upphafi árs að vera valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Á árinu 2022 fékk Reykjavík sérsniðna fræðslu, fjarfundi og ráðgjöf frá samtökunum NetZeroCities, en þau halda utan um verkefnið í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og m.a. samtökin Climate-KIC, Eurocities og ICLEI. Í ágúst 2022 var stofnaður stýrihópur, samsettur af öllum oddvitum borgarstjórnarflokkanna. Hlutverk stýrihópsins er að leiða stefnumótun varðandi þátttöku Reykjavíkur í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Verið er að undirbúa fyrstu útgáfu af Loftslagssamningi Reykjavíkur. Gerð er krafa um að slíkur samningur sé unninn í víðtæku samstarfi við Evrópusambandið, íslenska ríkið, önnur sveitarfélög, einkaaðila, félagasamtök og ítarlegt samráð við íbúa. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
- Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar
- Atvinnu- og nýsköpunarstefna 2022–2030
- Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030 |
Í vinnslu | 2030 | Júlí 2022 | |
Vistvænar samgöngur | Í vinnslu | 2030 | Júlí 2022 | |
Í vinnslu | 2023 | Júlí 2022 |
Umhverfis- og skipulagssvið |
|
Hringrásaráherslur - Flokkun og hirða á lífrænum úrgangi | Í vinnslu | 2022 | Júlí 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Vistvæn mannvirki | Í vinnslu | 2030 | Júlí 2022 |
Umhverfis- og skipulagssvið |
Minni matarsóun í mötuneytum Reykjavíkurborgar | Í vinnslu | 2023 | Júlí 2022 |
Mannauðs- og starfsumhverfissvið |
SPARCS | Í vinnslu | 2024 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.