Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg hefur verið valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Markmið verkefnisins er að þátttökuborgirnar, 112 borgir, verði kolefnishlutlausar og snjallar árið 2030. Þær verða miðstöðvar rannsókna og nýsköpunar til að gera öllum öðrum borgum í Evrópu kleift að verða kolefnishlutlausar og snjallar fyrir árið 2050. Næsta ár mun því einkennast af endurskoðun á fyrri markmiðum og undirbúning Loftslagsborgarsamnings sem er forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Fyrra markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 verður endurskoðað og flýtt til ársins 2030, a.m.k. losun sem er skilgreind innan BASIC+.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Undirbúningur að fyrsta loftslagsborgarsamningi stóð yfir sumarið 2024. Sumarið 2024 var Reykjavíkurborg á meðal 25 borga sem fá styrk frá Evrópusambandinu til nýsköpunarverkefna í loftslagsmálum. Til viðbótar við titilinn mission borg fær Reykjavík nú titilinn „Pilot borg“ enda er litið til þessara borga sem fyrirmynd annarra um að hraða þessu ferli með ýmiss konar nýsköpun í fjölbreyttum loftslagsverkefnum. Styrkurinn á að styðja við markmið borganna um að flýta vegferð sinni í átt að kolefnishlutleysi fram til ársins 2030.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Janúar 2024 | Starfshópur með starfsfólki Reykjavíkurborgar frá umhverfis- og skipulagssviði, fjármála- og áhættustýringarsviði, mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs heldur áfram að afla gagna og undirbúa loftslagssamning. Í tengslum við verkefnið er Reykjavík orðin TwinCity með Lahti borg næstu 2 árin. Auk þess hefur Reykjavík hlotið styrki fyrir samtals 800.000 evrur vegna þátttöku í verkefnunum AMIGOS og GreenInCities sem er eyrnamerkt þátttöku borgarinnar í Evrópusamstarfinu (MISSION CITIES). | |
Júlí 2023 | Í byrjun árs 2023 var stofnaður starfshópur með starfsfólki Reykjavíkurborgar frá USK, FÁST, MAR og SBB til að starfa með pólitíska stýrihópnum. Hlutverk starfshópsins er að undirbúa loftslagssamning. Viðamikil öflun gagna vegna samningsins hófst á vormánuðum og er enn í gangi. Auk starfshópsins vinnur rannsóknarteymi SBB Borgarþróunarteymið að sókn eftir styrkjum sem tengjast samstarfinu. Tvö ný verkefni eyrnamerkt MISSION CITIES eru nú í gangi (samtals um € 800,000 eða um 117 milljónir króna) í styrkjum, auk þess sem sótt hefur verið um Twin City þátttöku hjá NetZeroCities. | |
Janúar 2023 | Reykjavíkurborg hlaut þann heiður í upphafi árs 2022 að vera valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Á árinu 2022 fékk Reykjavík sérsniðna fræðslu, fjarfundi og ráðgjöf frá samtökunum NetZeroCities, en þau halda utan um verkefnið í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og meðal annars samtökin Climate-KIC, Eurocities og ICLEI. Í ágúst 2022 var stofnaður stýrihópur, samsettur af öllum oddvitum borgarstjórnarflokkanna. Hlutverk stýrihópsins er að leiða stefnumótun varðandi þátttöku Reykjavíkur í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Verið er að undirbúa fyrstu útgáfu af Loftslagssamningi Reykjavíkur. Gerð er krafa um að slíkur samningur sé unninn í víðtæku samstarfi við Evrópusambandið, íslenska ríkið, önnur sveitarfélög, einkaaðila, félagasamtök og ítarlegt samráð við íbúa. | |
Júlí 2022 | Reykjavíkurborg hlaut þann heiður í upphafi árs að vera valin til að taka þátt í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir fyrir árið 2030. Á árinu 2022 fékk Reykjavík sérsniðna fræðslu, fjarfundi og ráðgjöf frá samtökunum NetZeroCities, en þau halda utan um verkefnið í samstarfi við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og meðal annars samtökin Climate-KIC, Eurocities og ICLEI. Í ágúst 2022 var stofnaður stýrihópur, samsettur af öllum oddvitum borgarstjórnarflokkanna. Hlutverk stýrihópsins er að leiða stefnumótun varðandi þátttöku Reykjavíkur í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030. Verið er að undirbúa fyrstu útgáfu af Loftslagssamningi Reykjavíkur. Gerð er krafa um að slíkur samningur sé unninn í víðtæku samstarfi við Evrópusambandið, íslenska ríkið, önnur sveitarfélög, einkaaðila, félagasamtök og ítarlegt samráð við íbúa. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
- Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar
- Atvinnu- og nýsköpunarstefna 2022–2030
- Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030
Tengdar aðgerðir
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.