Rafvæðing umsókna til byggingarfulltrúa

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Markmiðið er að allar umsóknir og afgreiðsla mála verði rafræn og embættið verði pappírslaust með öllu. Nýtt rekstrar- og skjalakerfi fyrir Reykjavíkurborg hefur verið tekið í gagnið, lögbundin tenging gerð við mannvirkjaskrá Mannvirkjastofnunar og aukin rafræn afgreiðsla innleidd. Vinnulag embættisins hefur tekið miklum breytingum og uppsetning á nýju kerfi hefur verið í stöðugri þróun svo móttaka, afgreiðsla og varðveisla skjala og upplýsinga verði með sem bestu móti. Á árunum 2024-2025 verður áfram unnið að því að innleiða nýja verkferla sem styðja við rafvæðingu þjónustu byggingarfulltrúa. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Allar þjónustur og umsóknir hjá byggingarfulltrúa eru orðnar rafrænar og það eina sem við erum að taka á móti á skrifstofu byggingarfulltrúa núna á pappír eru gögn sem þarf að þinglýsa hjá sýslumanni (og sýslumaður ekki kominn með rafrænt þinglýsingarkerfi).

Þetta eru allar þjónustur byggingarfulltrúa sem hægt er að finna á Mínum síðum og svo er umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) notuð til að sækja um byggingarleyfi.

Undanfarið ár hefur HMS verið að þróa nýja byggingarleyfisumsóknargátt sem fór í loftið í nóvember 2024 en bara hjá Reykjanesbæ. Við höfum verið að vinna náið með HMS teyminu til að undirbúa tengingu okkar við þessa nýju gátt sem er væntanleg.

Þessi hluti umsóknarinnar köllum við fasa 1 og er viðmót hönnuða og umsækjanda. Stærsta breytingin, fyrir utan útlit umsóknarinnar, er að þar þurfa þeir að staðfesta aðkomu sína að málinu með rafrænum skilríkjum.

Unnið hefur verið náið með HMS í sérfræðinga- og ráðgjafahlutverki að hönnun og þróun fasa 2 af nýju umsóknargáttinni sem er viðmót byggingarfulltrúa. Þegar sá hluti er innleiddur mun byggingarfulltrúi yfirfara umsóknir inní HMS gáttinni, umsagnaraðilar veita umsögn þar inni og öll samskipti við hönnuði munu eiga sér stað þar. Haldnar hafa verið sex vinnustofur og fleiri fundir inni á milli sem hefur leitt til þróun og myndun umsóknargáttarinnar.  Aðaluppdrættir verða vatnsmerktir og innsiglaðir í settum. Auk þess hefur tengingu við island.is verið komið á.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024

Borgarráð samþykkti þann 25. janúar 2024 heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs að hefja verkefnið BYGG 2.0. Markmið og ávinningur verkefnisins eru: ​

  • Gera umsóknir og eyðublöð BYGG sem enn eru ekki stafræn aðgengileg á Mínum síðum Reykjavíkurborgar.​

  • Halda við og bæta eins og mögulegt er núverandi tengingu HMS og Hlöðunnar sem Hugvit vinnur að, þannig að hún skili tilhlýðilegum gögnum rétt og tímanlega til BYGG, þangað til hægt verður að taka upp nýja HMS-gátt.​

  • Taka þátt í framþróun með HMS og Kolibri á nýrri gátt fyrir byggingarleyfisumsóknir og gagnaskil, að því marki sem uppfyllir kröfur borgarinnar fyrir umsóknir til BYGG.​

  • Bæta verklag og framsetningu rafræns innsiglis og vatnsmerkinga BYGG á rafrænar teikningar.​

  • Endurskoða framsetningu upplýsinga á vefsíðum BYGG út frá aðlöguðu og bættu vöru- og þjónustuframboði.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar: