Rafvæðing umsókna til byggingarfulltrúa
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmiðið er að allar umsóknir og afgreiðsla mála verði rafræn og embættið verði pappírslaust með öllu. Nýtt rekstrar- og skjalakerfi fyrir Reykjavíkurborg hefur verið tekið í gagnið, lögbundin tenging gerð við mannvirkjaskrá Mannvirkjastofnunar og aukin rafræn afgreiðsla innleidd. Vinnulag embættisins hefur tekið miklum breytingum og uppsetning á nýju kerfi hefur verið í stöðugri þróun svo móttaka, afgreiðsla og varðveisla skjala og upplýsinga verði með sem bestu móti. Á árunum 2024-2025 verður áfram unnið að því að innleiða nýja verkferla sem styðja við rafvæðingu þjónustu byggingarfulltrúa.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Borgarráð samþykkti þann 25. janúar 2024 heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs að hefja verkefnið BYGG 2.0. Markmið og ávinningur verkefnisins eru:
-
Gera umsóknir og eyðublöð BYGG sem enn eru ekki stafræn aðgengileg á Mínum síðum Reykjavíkurborgar.
-
Halda við og bæta eins og mögulegt er núverandi tengingu HMS og Hlöðunnar sem Hugvit vinnur að, þannig að hún skili tilhlýðilegum gögnum rétt og tímanlega til BYGG, þangað til hægt verður að taka upp nýja HMS-gátt.
-
Taka þátt í framþróun með HMS og Kolibri á nýrri gátt fyrir byggingarleyfisumsóknir og gagnaskil, að því marki sem uppfyllir kröfur borgarinnar fyrir umsóknir til BYGG.
-
Bæta verklag og framsetningu rafræns innsiglis og vatnsmerkinga BYGG á rafrænar teikningar.
-
Endurskoða framsetningu upplýsinga á vefsíðum BYGG út frá aðlöguðu og bættu vöru- og þjónustuframboði.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 |
Borgarráð samþykkti þann 25. janúar 2024 heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs að hefja verkefnið BYGG 2.0. Markmið og ávinningur verkefnisins eru:
|
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.