2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða

Græn borg

Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar um eflingu kolefnisbindingar og grænna svæða til 2030 fela í sér aukna ræktun, nýtingu sem og samtengingu milli grænna svæða.

  • Skógrækt og gróður í borgarumhverfinu hefur aukist og íbúar fá notið jákvæðrar áhrifa náttúru á andlega og líkamlega heilsu.
  • Græn svæði eru tengd með grænu neti til að efla svæðin og styðja við virka samgöngumáta og líffræðilega fjölbreytni.
  • Vel er farið með náttúruauðlindir, þjónustu vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni með sjálfbærri landnotkun.

Aðgerðir sem heyra undir markmiðið

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Uppfært Svið
Vatnaáætlun - aðgerðaáætlun Í vinnslu 2025 Júlí 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Þjónustu- og nýsköpunarsvið
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli Í vinnslu 2030 Júlí 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Framkvæmdir í Öskjuhlíð Í vinnslu 2024 Júlí 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Uppbygging á Austurheiðum Í vinnslu 2024 Júlí 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Gróðurinn í borgarlandinu Í vinnslu 2030 Júlí 2024 Umhverfis- og skipulagssvið