2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða

Græn borg

Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar um eflingu kolefnisbindingar og grænna svæða til 2030 fela í sér aukna ræktun, nýtingu sem og samtengingu milli grænna svæða.

  • Skógrækt og gróður í borgarumhverfinu hefur aukist og íbúar fá notið jákvæðrar áhrifa náttúru á andlega og líkamlega heilsu.
  • Græn svæði eru tengd með grænu neti til að efla svæðin og styðja við virka samgöngumáta og líffræðilega fjölbreytni.
  • Vel er farið með náttúruauðlindir, þjónustu vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni með sjálfbærri landnotkun.