2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða
Græn borg
Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.
Markmið Reykjavíkurborgar um eflingu kolefnisbindingar og grænna svæða til 2030 fela í sér aukna ræktun, nýtingu sem og samtengingu milli grænna svæða.
- Skógrækt og gróður í borgarumhverfinu hefur aukist og íbúar fá notið jákvæðrar áhrifa náttúru á andlega og líkamlega heilsu.
- Græn svæði eru tengd með grænu neti til að efla svæðin og styðja við virka samgöngumáta og líffræðilega fjölbreytni.
- Vel er farið með náttúruauðlindir, þjónustu vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni með sjálfbærri landnotkun.
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Framkvæmdir í Öskjuhlíð | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Uppbygging á Austurheiðum | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gróðurinn í borgarlandinu | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.