1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda
Græn borg
Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.
Markmið Reykjavíkurborgar er að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og að aðlögun að loftlagsbreytingum verði með vistvænum og mannvænum hætti.
- Samgöngur eru grænar með breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í samgöngum
- Ferðaþörf hefur minnkað með bættri stafrænni og sjálfvirkri þjónustu og aukinni grunnþjónustu í nærumhverfi
- Myndun úrgangs hefur dregist saman
- Hringrásarhagkerfið er komið til að vera
- Aukin áhersla er á vistvæn mannvirki og minni orkunotkun
- Rekstur, innkaup og þjónusta Reykjavíkurborgar er grænni og sjálfvirkari
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030 | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Vistvænar samgöngur | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hringrásargarður á Álfsnesi | Í vinnslu | 2023 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Hringrásaráherslur - Flokkun og hirða á lífrænum úrgangi | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Vistvæn mannvirki | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Minni matarsóun í mötuneytum Reykjavíkurborgar | Í vinnslu | 2025 | Janúar 2024 | Mannauðs- og starfsumhverfissvið Velferðarsvið Skóla- og frístundasvið |
SPARCS | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.