Fjármála- og áhættustýringarsvið
Fjármála- og áhættustýringarsvið (FAS) hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Sviðið hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald.
Um sviðið
Svið fjármála- og áhættustýringar skiptist í fimm einingar auk skrifstofu sviðsstjóra og áhættustjóra.
Þessar einingar eru: skrifstofa áætlana og hagmála, skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar, skrifstofa eigna, skrifstofa fjárstýringar- og innheimtu og skrifstofa bókhalds og uppgjörs.
Sviðsstjóri
Sviðsstjóri er Halldóra Káradóttir.
Skrifstofa sviðsstjóra
Helstu verkefni skrifstofu sviðsstjóra FAS eru eftirfarandi:
- Umsjón og eftirlit með starfsemi skrifstofa sem undir sviðið heyra.
- Ábyrgð á stefnumótun sviðsins og innleiðing hennar. Samræming á starfsemi sviðsins.
- Yfirumsjón með breytingastjórnun og samræmdri sýn þvert á sviðið með áherslu á stafræna þróun og almenna þróun á starfseminni með stöðuga umbótahugsun að leiðarljósi.
- Stjórnsýsla sviðsins, samskipti við borgarráð og fagsvið vegna stjórnsýsluverkefna. Undirbúningur umsagna og svörun fyrirspurna. Upplýsingagjöf og samskipti við viðeigandi ráð og nefndir.
- Fyrirsvar vegna laga um fjármál og lögfræðileg ráðgjöf gagnvart skrifstofum sviðsins. Utanumhald með úttektum innri endurskoðunar og eftirfylgni með úrlausn þeirra gagnvart skrifstofum sviðsins
- Yfirsýn yfir fjármálastjórn borgarinnar og umsjón með fjármálahóp.
- Fjárhagsleg og ráðgefandi samskipti við B-hluta félög skv. eigandastefnu. Úttektir og greiningar í umboði borgarstjóra og borgarráðs.
- Innleiðing og eftirfylgni með teymisvinnu þvert á sviðið. Fjármálatæknistofa, verkefnastofa FAS, stýrir verkefnum sem ganga þvert á og/eða varða stafræna umbreytingu og þróun.
- Mannauðsmál, samræming og stuðningur við skrifstofustjóra sviðsins. Starfsmannafundir og samræmd ásýnd.
- Yfirumsjón með grænu bókhaldi Reykjavíkurborgar og fagleg stýring og þróun verkefna sem tengjast miðlun á markmiðum og árangri borgarinnar í umhverfis-, samfélags- og efnahagsmálum.
- Innra eftirlit, þjónustumarkmið, fræðsla, áhættu- og gæðastjórnun gagnvart ábyrgðasviði skrifstofunnar.
Skrifstofustjóri er Hörður Hilmarsson.
Áhættustjóri
Helstu verkefni áhættustjóra eru eftirfarandi:
- Fer fyrir áhættustýringu A-hluta og er hluti af framkvæmdastjórn sviðsins.
- Ber ábyrgð á innleiðingu áhættustefnu og framkvæmd áhættustýringar þvert á svið og skrifstofur A-hluta Reykjavíkurborgar.
- Ber ábyrgð á upplýsinga- og skýrslugjöf um áhættur í rekstri og starfsemi borgarinnar til sviðsstjóra, borgarstjóra og borgarráðs.
- Gerð starfsáætlunar fyrir áhættustýringa A-hluta og leiðir teymi sérfræðinga og starfsmanna sem vinnur að þróun og framkvæmd áhættustýringar í samræmi við áhættustefnu.
- Mótun ferla sem stuðla að samræmdri framkvæmd áhættustýringar.
- Innleiðing á áhættumati sem virku stjórntæki fyrir áhættustýringu.
- Tillögur að bættu verklagi/verkferlum m.t.t. áhættumats í samvinnu við skrifstofur og svið.
Áhættustjóri er Stefanía Sch. Thorsteinsson.
Skrifstofa áætlana og hagmála
Helstu verkefni skrifstofu áætlana og hagmála eru eftirfarandi:
- Gerð fjárhagsáætlunar A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.
- Undirbúningur og gerð hag- og spálíkana fyrir efnahagsumhverfi og rekstur borgarinnar.
- Ráðgefandi hlutverk gagnvart borgarstjóra og borgarráði um stefnumörkun á sviðið fjármála og fjárhagslega sjálfbærni borgarinnar.
- Virk áhættustýring er varðar fjárhags- og efnahagslegar áhættur í ytra rekstrarumhverfi borgarinnar undir forystu áhættustjóra.
- Umsjón með gagnastrúktúr, hagnýtingu gagna og rekstur mælaborða á sviði fjármála og rekstrar.
- Þjónusta og umsjón með fjárhagskerfum í rekstri og ábyrgð sviðsins.
- Fyrirsvar um þróun á gögnum, kerfum og líkönum fyrir rekstur og áhættustýringu. Sviðsmyndagreiningar, sjálfbærnilíkön og gerð fjárhagsmælikvarða sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
Skrifstofustjóri er Erik Tryggvi Striz Bjarnason.
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar
Helstu verkefni skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar eru eftirfarandi:
- Þjónustu-, ráðgjafar- og eftirlitshlutverk gagnvart fagsviðum, skrifstofum og stofnunum á sviðið innkaupa og fjármála.
- Eftirlit með rekstri sviða og stofnana og aðgerðir á grundvelli reglna um framkvæmd og eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn. Stöðugreining, stuðningur, ráðgjöf og eftir atvikum yfirtaka á fjármálastjórn sviða.
- Þjónusta og stuðningur við fjárhagsáætlun, uppgjör og rekstur. Utanumhald á viðaukum og pottum.
- Samræming verklags við gerð fjárhagsáætlunar, þróun rekstrarlíkana, notkun upplýsingakerfa og skýrslugerð fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Eignarhald á úthlutunarlíkönum.
- Virk áhættustýring er varðar rekstraráhættur í innra rekstrarumhverfi borgarinnar undir forystu áhættustjóra.
- Eftirfylgni með innkaupastefnu borgarinnar; leita leiða til hagkvæmni í innkaupum, stuðla að ábyrgum innkaupum, stuðla að samræmingu og hvetja til nýsköpunar.
- Innkaupastjórnun; samræming og stjórn innkaupa gagnvart sviðum A-hluta.
- Ráðgefandi hlutverk við gerð útboðsgagna.
- Rekstur útboðs- og innkaupaferla og þjónusta við innkaupa- og framkvæmdaráð.
- Yfirsýn yfir innkaup borgarinnar og þarfir, greiningar á stöðu og tækifærum á markaði.
- Gerð rammasamninga og eftirfylgni með þeim, framkvæmd örútboða og verðfyrirspurna.
- Gerð og yfirferð viðskiptaáætlana og setning markmiða á grundvelli þeirra.
- Ábyrgð á verklagsreglum um dagleg innkaup stofnana.
- Aðkoma að stefnumótun um notkun innkaupakorta, beiðna og annarra miðla.
Skrifstofustjóri er Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Skrifstofa eigna
Helstu verkefni skrifstofu eigna eru eftirfarandi:
- Eigandafyrirsvar með eignasjóði Reykjavíkurborgar sem heldur utan um eignir borgarinnar: lönd, lóðir og aðrar fasteignir, samgöngumannvirki og lausabúnað.
- Útvegar fagsviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar húsnæði fyrir starfsemi sína.
- Þróun mælikvarða til samanburðar á fjárfestingum og rekstri.
- Ábyrgð á skráningu eigna og meðhöndlun í eignakerfi.
- Ábyrgð á tryggingum eigna og meðhöndlun á tjónum í samstarfi við USK.
- Ábyrgð á gerð fjárfestingaráætlunar og framvindu hennar. Eftirlit með framkvæmdakostnaði.
- Ábyrgð á gerð leigusamninga, reikningagerð og samskipti við leigusala.
- Kaup og sala eigna.
- Aðhald og kostnaðareftirlit með framkvæmdum og rekstri eigna.
- Innra eftirlit, þjónustumarkmið, fræðsla, áhættu- og gæðastjórnun gagnvart ábyrgðarsviði skrifstofunnar.
Skrifstofustjóri er Óli Jón Hertervig
Skrifstofa fjárstýringar og innheimtu
Helstu verkefni skrifstofu fjárstýringar og innheimtu eru eftirfarandi:
- Fjárstýring, innheimta, greiðslumiðlun og tekjueftirlit með áherslu á mótun ferla til að sinna tekjueftirliti vegna útsvars, fasteignagjalda, gatnagerðargjalda og sölu byggingaréttar.
- Ábyrgð á lausafjárstýringu, skuldabréfaútboðum, lánaumsýslu, útgáfu grænna skuldabréfa og gerð samninga við fjármálafyrirtæki.
- Ábyrgð á greiðslu reikninga (greiðslumiðlun).
- Ábyrgð á innheimtu krafna, samskiptum við innheimtufyrirtæki og samræmda færsluhirðingu.
- Álagning og innheimta fasteignagjalda.
- Gerð sölureikninga.
- Ábyrgð á sameinaðri innheimtu borgarinnar.
- Virk áhættustýring er varðar áhættur í fjárstýringu, innheimtu og tekjueftirliti undir forystu áhættustjóra.
Skrifstofustjóri er Bjarki Rafn Eiríksson.
Skrifstofa bókhalds og uppgjörs
Helstu verkefni skrifstofu bókhalds og uppgjörs eru eftirfarandi:
- Ábyrgð á reglubundnum uppgjörum A-hluta og samstæðu, ásamt gerð ársreiknings Reykjavíkurborgar og tilheyrandi skýrslugerð.
- Samskipti við innri og ytri endurskoðendur, ásamt endurskoðunarnefnd.
- Stuðningur við gerð fjárhagsáætlunar A-hluta og samstæðu.
- Ábyrgð á móttöku, skráningu og bókun reikninga, auk bókunar tekna og virðisaukaskatts.
- Ábyrgð á afstemmingum, svo sem birgjareikninga, bankareikninga og öðrum afstemmingum í bókhaldi.
- Ábyrgð á útgáfu og umsjón með innkaupakortum.
- Umsjón með ferðaheimildum og útreikningi dagpeninga.
- Ábyrgð á gerð og skilum á verktakamiðum.
- Umsjón með uppgjörum íbúasjóða vegna málefna fatlaðs fólk í samvinnu við VEL og uppgjör og eftirlit með sjóðum einstaklinga á sambýlum fyrir fatlað fólk.
- Innra eftirlit, þjónustumarkmið, fræðsla, áhættu- og gæðastjórnun.
Skrifstofustjóri er Jónas Skúlason.
Skipurit