Fjármála- og áhættustýringarsvið

Fjármála- og áhættustýringarsvið (FAS) hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Sviðið hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald.

Um sviðið

Svið fjármála- og áhættustýringar skiptist í sjö einingar auk skrifstofu sviðsstjóra.

Þessar einingar eru: áætlana- og uppgjörsskrifstofa, bókhaldsskrifstofa, eignaskrifstofa, fjárstýringar- og innheimtuskrifstofa, innkaupaskrifstofa, launaskrifstofa og skrifstofa áhættustýringar.

Áætlana- og uppgjörsskrifstofa

Helstu verkefni áætlana- og uppgjörsskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Gerð fjárhagsáætlunar, fimm ára áætlunar, þ.m.t. fjárfestingaráætlunar, og fjármálaáætlunar fyrir A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar ásamt greinargerðum.
  • Starfsáætlun Reykjavíkurborgar í samræmi við stefnumörkun fagráða og borgarstjórnar.
  • Reglubundin uppgjör A-hluta og samstæðu og ársreikningur Reykjavíkurborgar ásamt greinargerðum.
  • Fjárhagslegar greiningar á rekstri og fjárfestingum og upplýsingagjöf til borgarstjóra og borgarráðs.
  • Samræming fjárhagsupplýsinga og þróun lykiltalna.
  • Rýning og stjórnsýsluleg meðhöndlun á tillögum sem hafa fjárhagsleg áhrif.
  • Gerð og skil gagna til skattyfirvalda.

Skrifstofustjóri áætlana- og uppgjörsskrifstofu er Erik Tryggvi Striz Bjarnason.

Bókhaldsskrifstofa

Helstu verkefni bókhaldsskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Móttaka og skráning reikninga.
  • Bókun og afstemming birgjareikninga.
  • Stofnun innkaupakorta, bókun og afstemming vegna innkaupakorta.
  • Bókun tekjuskráninga.
  • Bókun reikninga vegna innkaupakorta.
  • Afstemming bankareikninga.
  • Útgáfa sölureikninga.
  • Umsjón með ferðaheimildum, útreikningi dagpeninga og ferðareikninga.
  • Frágangur og skil á verktakamiðum.
  • Fræðsla og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna vegna bókhalds.

Skrifstofustjóri bókhaldsskrifstofu er Jónas Skúlason.

Eignaskrifstofa

Helstu verkefni eignaskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Eigandafyrirsvar með eignasjóði Reykjavíkurborgar sem heldur utan um eignir borgarinnar: lönd, lóðir og aðrar fasteignir, samgöngumannvirki og lausabúnað.
  • Skráning eigna.
  • Tryggingar.
  • Gerð fjárfestingaráætlunar.
  • Gerð leigusamninga og reikningagerð.
  • Aðhald og kostnaðareftirlit með framkvæmdum og rekstri eigna.
  • Þróun mælikvarða til samanburðar á fjárfestingum og rekstri.
  • Kaup og sala eigna.

Fjárstýringar- og innheimtuskrifstofa

Helstu verkefni fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Lausafjárstýring.
  • Skuldabréfaútboð.
  • Lánaumsýsla.
  • Útgáfa grænna skuldabréfa.
  • Gerð samninga við fjármálafyrirtæki um innkaupakort.
  • Gerð reglna um notkun greiðslukorta og eftirlit með þeim.
  • Þróar og innleiðir samræmt verklag við innheimtu.
  • Innheimta krafna vegna þjónustugjalda.
  • Samskipti við innheimtufyrirtæki vegna milli- og löginnheimtu.
  • Greiðslumiðlun/gjaldkerastörf.
  • Fasteignagjöld, álagning og innheimta.
  • Umsjón með afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega.
  • Fræðsla og ráðgjöf á sviði fjárstýringar og innheimtu.

Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu er Helga Benediktsdóttir.

Innkaupaskrifstofa

Helstu verkefni innkaupaskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Þjónusta við innkauparáð.
  • Tillögugerð um hagkvæmustu leiðir innkaupa í einstaka málaflokkum fyrir innkauparáð.
  • Framkvæmd formlegra innkaupaferla.
  • Þjónusta og innkauparáðgjöf til stjórnenda og starfsmanna sem fara með innkaup á verkum, vörum og þjónustu fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
  • Samræmir og staðlar almennar útboðslýsingar og útboðsgögn Reykjavíkurborgar
  • Tryggir að útfærsla gagna vegna innkaupaferla borgarinnar séu í samræmi við kröfur innkaupaskrifstofu.
  • Gerð rammasamninga og samningsstjórnun þeirra.
  • Eftirlit með því að innkaup séu í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar og lög um opinber innkaup.

Skrifstofustjóri innkaupaskrifstofu er Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Launaskrifstofa

Helstu verkefni launaskrifstofu eru eftirfarandi:

  • Móttaka launagagna frá stofnunum og sviðum.
  • Eftirlit með launagögnum.
  • Innskráning gagna; launatöflur.
  • Launavinnsla; afgreiðsla launa.
  • Útreikningur og skil á launatengdum gjöldum til lífeyrissjóða, o.fl..
  • Skil á staðgreiðslu launa.
  • Launaframtal Reykjavíkurborgar.
  • Samskipti og ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa.

Skrifstofustjóri launaskrifstofu er Jóhann Ólafur Kristinsson.

Skrifstofa áhættustýringar

Helstu verkefni skrifstofu áhættustýringar eru eftirfarandi:

  • Mótun og innleiðing áhættustefnu, þar með talin markmið, afmörkun hlutverka og ábyrgðar, skilgreining áhættuvilja og framkvæmd áhættustýringar.
  • Kortlagning áhættu í starfsemi Reykjavíkurborgar.
  • Eftirlit með áhættustýringu í takt við áhættustefnu og áhættuvilja.
  • Leggur til aðferðafræði við áhættustýringu, þar með talið notkun upplýsingakerfa.
  • Markar stefnu um forgangsröðun áhættustýringar.
  • Gerð leiðbeininga um framkvæmd og þróun skýrslugerðar og miðlun upplýsinga um stöðu og árangur.
  • Regluleg úttekt á áhættumenningu og áhættuþroska (e. risk maturity) og gerð áætlana um úrbætur.
  • Fjárhagsleg áhættustýring og yfirsýn yfir þróun efnahagsmála.
  • Útgáfa og þróun ársfjórðungslegrar áhættuskýrslu fyrir fjárhagsáhættur A-hluta borgarinnar.
  • Áhættugreiningar og gerð sviðsmynda. Áhættumat á forsendum fjárhagsáætlunar.
  • Vöktun hagstærða, greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og rýni efnahagsspáa.
  • Greinargerðir til borgarstjóra og borgarráðs um áhættur í rekstrarumhverfi borgarinnar.
  • Spálíkön vegna lýðfræðilegrar þróunar innan borgarinnar t.d. eftir hverfum og félagslegum forsendum.
  • Gæðastjórnun, samhæfing, fræðsla og eftirlit á sviðinu.
  • Fræðsla og þekkingarmiðlun á sviði áhættustýringar.

Skrifstofustjóri skrifstofu áhættustýringar er Stefanía Sch. Thorsteinsson.

Skrifstofa sviðsstjóra

Helstu verkefni skrifstofu sviðsstjóra FAS eru eftirfarandi:

  • Umsjón og eftirlit með starfsemi skrifstofa sem undir sviðið heyra.
  • Upplýsingagjöf og samskipti við viðeigandi ráð og nefndir.
  • Stjórnsýsluerindi, fyrirspurnir og umsagnir vegna þingmála, erinda frá borgarráði og fagsviðum.
  • Stefnumótun og samræming á starfsemi sviðsins. Innleiðir stefnu sviðsins.
  • Fyrirsvar vegna laga um fjármál; s.s. sveitarstjórnarlaga, laga um opinber fjármál og reglugerða, og gagnvart Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
  • Ráðgjöf um reikningsskil og fyrirsvar gagnvart ráðuneytum og eftirlitsaðilum.
  • Þróun lykiltalna, tölfræði- og stjórnendaupplýsinga sem ganga þvert á borgina. Samræming á framsetningu, notkun og birtingu viðkomandi gagna.
  • Umsjón með „Reykjavík í tölum“ og tölfræðivef borgarinnar.
  • Þróun og framsetning gagna vegna greiningar á rekstri og reglubundinnar skýrslugjafar til fagráða og opinberrar birtingar.
  • Þróun og framsetning markmiða, lykilmælikvarða og mælinga vegna árangursstjórnunar og stefnumiðaðrar fjárhagsáætlunargerðar.
  • Grænt bókhald Reykjavíkurborgar.
  • Þjónusta við notendur fjárhags- og mannauðsupplýsingakerfa, reglubundnar vinnslur, ráðgjöf og fræðsla.
  • Þróun á fjárhags- og mannauðsupplýsingakerfum.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra er Hörður Hilmarsson.

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri er Halldóra Káradóttir.

Skipurit