Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara, styðja við framgang áherslumála borgarstjóra, umsjón með samhæfingu innan stjórnsýslunnar, innleiða og fylgja eftir verkefnum þvert á borgina og undirbúa samræmda stefnumörkun Reykjavíkurborgar.  

Hlutverk

Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara eru tvö teymi:

  • Þjónustu- og stjórnsýsluteymi: Þjónusta og stuðningur við borgarstjóra í hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri, æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar og sem opinber fulltrúi borgarinnar. Í því felst ábyrgð á almennri þjónustu við borgarstjóra og dagskrá hans, ábyrgð á undirbúningi mála fyrir borgarráð og önnur fagráð Reykjavíkurborgar ásamt úrvinnslu og eftirfylgni mála sem skrifstofunni er falið á þeim vettvangi.
  • Stefnumótunar- og þróunarteymi: Styður við framgang áherslumála borgarstjóra, tekur þátt í verkefnum sem kalla á þróun, stefnumótun eða samhæfingu ásamt umsjón alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna. Leiðir samhæfingu stefnumótunar innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með innleiðingu og eftirfylgni á Græna planinu, lýðheilsustefnu, atvinnu- og nýsköpunarstefnu og alþjóðastefnu.

Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar er á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Persónuverndarfulltrúi hefur samræmingarhlutverk og ber ábyrgð á eftirfylgni persónuverndarstefnu í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Gildi skrifstofunnar eru fagmennska, þjónusta og samvinna.

Leiðarljós skrifstofunnar: Við erum framsækni, veitum áreiðanlega þjónustu og sinnum verkefnum okkar af fagmennsku.

Borgarstjóri

Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum.

Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, fulltrúi Reykjavíkurborgar á opinberum vettvangi og pólitískur leiðtogi meirihlutans.

Borgarritari

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans.

Undir embætti borgarritara heyrir skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, skrifstofa samskipta og viðburða og mannréttindaskrifstofa.

Starfsfólk

Þorsteinn Gunnarsson – borgarritari
Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Undir embætti borgarritara heyrir skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, skrifstofa samskipta og viðburða og mannréttindaskrifstofa. Borgarritari er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög.

Róbert Marshall - aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður borgarstjóra er pólitískur ráðgjafi hans. Hann annast ýmis mál í umboði borgarstjóra og er honum og hans nánustu embættismönnum og starfsfólki til ráðgjafar.

Hilmar Ingi Jónsson - persónuverndarfulltrúi 
Persónuverndarfulltrúi starfar náið með stjórnendum og sérfræðingum að persónuverndarmálum og leiðir teymi sérfræðinga í persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga innan Reykjavíkurborgar. 

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann – persónuverndarsérfræðingur
Starfar að persónuverndarmálum og kemur að ráðgjöf o.fl. vegna vinnslu persónuupplýsinga innan Reykjavíkurborgar.

Þjónustu- og stjórnsýsluteymi

Tinna Garðarsdóttir - teymisstjóri 
Dagleg verkstjórn teymisins. Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og afgreiðslu mála fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.  Samhæfing og yfirsýn verkefna sem lúta að dagskrá borgarstjóra. Starfsmaður neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar.

Aldrianne Karen Roman – Skrifstofufulltrúi
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar sem og símsvörun. Sinnir fundaþjónustu við fundi, skjölun og frágangi gagna, útbýr ferðaheimildir og fleira.

Anna Karen Kristinsdóttir – móttökufulltrúi
Sér um undirbúning, framkvæmd og ráðgjöf varðandi móttökur, ráðstefnur, fundi og heimsóknir. Hefur umsjón með skoðunarferðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Höfða.

Hildur María Haarde - verkefnastjóri stjórnsýslumála
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra. Hefur umsjón með undirbúningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Sinnir jafnframt gagnaöflun og ritun umsagna og tillaga fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.

Rebekka Sigurðardóttir – dagskrárfulltrúi
Sinnir almennri þjónustu og aðstoð við borgarstjóra og hefur umsjón með daglegri dagskrá hans. Skipuleggur og er með utanumhald ýmissa viðburða og verkefna sem borgarstjóri tekur þátt í innanlands og utan. 

Sandra Dröfn Gylfadóttir – lögfræðingur 
Lögfræðileg ráðgjöf og ber ábyrgð á samningagerð skrifstofunnar og utanumhaldi um samninga. Eftirfylgd og úrvinnslu verkefna og ábendinga frá innri og ytri endurskoðendum. Sinnir úrvinnslu mála fyrir borgarráð ásamt afgreiðslu stjórnsýsluerinda.

Sindri Freyr Ásgeirsson - verkefnastjóri
Annast undirbúning og eftirfylgni verkefna á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Tekur þátt í áherslu- og þróunarverkefnum og aðstoðar við ýmis stjórnsýsluverkefni skrifstofunnar.

Þórir Kjartansson - bílstjóri borgarstjóra 
Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. 

Stefnumótunar og þróunarteymi

Hulda Hallgrímsdóttir –  teymisstjóri
Dagleg verkstjórn teymisins. Styður við framgang áherslumála borgarstjóra, tekur þátt í verkefnum sem kalla á þróun, stefnumótun eða samhæfingu ásamt umsjón alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunarverkefna. 

Kamma Thordarson  – verkefnastjóri 
Verkefnastýring stefnumótunar og þróunarverkefna. Samstarf við Íslandsstofu um alþjóðlega markaðssetningu Vatnsmýrarinnar undir merkjum Reykjavik Science City. Styður við nýsköpun í borginni í samvinnu við ýmsa aðila. Utanumhald ýmsa starfshópa.

Jón Halldór Jónasson – verkefnastjóri  
Verkefnastýring á ýmsum áherslumálum borgarstjóra eins og reglulegum fundum borgarstjóra um athafnalíf og húsnæðismál, sem og önnur kynning vegna þeirra málaflokka. Þátttaka í framþróun verkefnastýringar og utanumhalds.

Harpa Þorsteinsdóttir  verkefnastjóri verkefnastjóri lýðheilsu- og alþjóðamála
Vinnur að þróun, framkvæmd og samræmingu verkefna á sviði lýðheilsu og alþjóðamála. Í því felst  ábyrgð á innleiðingu lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaáætlunar hennar, veitir umsagnir og mat á fýsileika á þátttöku í ýmsu alþjóðastarfi og sér um samskipti við sendiráð og aðra fulltrúa erlendra ríkja.

Kristín Þorleifsdóttir Ph.D. – verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknar- og nýsköpunarverkefna
Umsjón með sóknaráætlun um aukna þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum með áherslu á ýmsa sjóði Evrópusamningsins s.s. Horizon og LIFE. Styður við og stýrir ýmsum öðrum alþjóðlegum styrkumsóknum sem samræmast alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar.  Skoða vefsíðu um rannsóknir og borgarþróun

Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin – verkefnastjóri AMIGOS
Verkefnisstjórnun á íslenska hluta alþjóðlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu AMIGOS (AMIGOS | Reykjavik) sem tekur á breytingunum við Hlemm með það að markmiði að bæta umferðaröryggi á svæðinu.