Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Kjarnahlutverk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara felst í þjónustu við embætti borgarstjóra og borgarritara auk þess sem hún hefur yfirumsjón með miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslunnar.

Hlutverk

Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara eru, auk starfsfólks utan teyma, fjögur teymi:

  • Þjónustu- og stjórnsýsluteymi
  • Lóðaúthlutun og samningagerð
  • Atvinnu- og borgarþróunarteymi
  • Samskipta- og mörkunarteymi 

Borgarstjóri

Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður tæplega 8.000 starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum. Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, fulltrúi Reykjavíkurborgar á opinberum vettvangi og pólitískur leiðtogi meirihlutans.

Borgarritari

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. 

Starfsfólk

Þorsteinn Gunnarsson – borgarritari
Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög

Björg Magnúsdóttir – aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður borgarstjóra er pólitískur ráðgjafi hans. Hann annast ýmis mál í umboði borgarstjóra og er honum og hans nánustu embættismönnum til ráðgjafar. Hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra í samráði við dagskrárfulltrúa borgarstjóra.

Harpa Þorsteinsdóttir  verkefnastjóri lýðheilsumála 
Verkefnisstjóri lýðheilsumála ber yfirábyrgð á lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar og eftirfylgni með innleiðingu hennar auk þess að hafa yfirsýn og umsjón með heilsueflingarstarfi í borginni. 

Þjónustu- og stjórnsýsluteymi

Dagný Ingadóttir – teymisstjóri þjónustu- og stjórnsýsluteymis
Stýrir daglegri verkstjórn þjónustu- og stjórnsýsluteymis. Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda sem berast borgarstjóra og skrifstofunni og afgreiðslu mála fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.  Ber ábyrgð á samhæfingu og yfirsýn verkefna á sem lúta að dagskrá borgarstjóra, og  þátttöku hans í viðburðum hérlendis sem erlendis, móttökum, og ýmsum verkefnum á vegum skrifstofunnar. Er starfsmaður neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar og stýrir rekstrarmálum skrifstofunnar.

Aldrianne Karen Roman – Skrifstofu- og þjónustufulltrúi
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar sem og símsvörun. Sinnir fundaþjónustu við fundi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og umsjón með kaffistofum. Sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Anna Karen Kristinsdóttir – móttökufulltrúi
Sér um undirbúning, framkvæmd og ráðgjöf varðandi móttökur, ráðstefnur, fundi og heimsóknir. Hefur umsjón með skoðunarferðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Höfða. Sinnir reikningagerð, frágangi gagna og fleiru.

Rebekka Sigurðardóttir – dagskrárfulltrúi
Sinnir almennri þjónustu og aðstoð við borgarstjóra og hefur umsjón með daglegri dagskrá hans. Skipuleggur og er með utanumhald ýmissa viðburða og verkefna sem borgarstjóri tekur þátt í innanlands og utan. Sinnir ýmsum textaskrifum og fleiru.

Rúnar Bergmann Sveinsson – bílstjóri borgarstjóra
Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. 

Sandra Dröfn Gylfadóttir – lögfræðingur (Í fæðingarorlofi)
Lögfræðileg ráðgjöf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem og fyrir hönd skrifstofunnar. Ber ábyrgð á samningagerð skrifstofunnar og utanumhaldi um samninga. Er með eftirfylgd og úrvinnslu verkefna og ábendinga frá innri og ytri endurskoðendum. Sinnir úrvinnslu mála fyrir borgarráð ásamt afgreiðslu stjórnsýsluerinda.

Sólveig Ólafsdóttir – alþjóðafulltrúi
Sinnir ráðgjöf við borgarstjóra um alþjóðamál. Ábyrgð á afgreiðslu erlendra erinda sem berast borgarstjóra og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Umsjón með gestaheimsóknum og samskiptum við sendiráð og fullrúa erlendra borga. Sinnir ræðuskrifum fyrir borgarstjóra og staðgengla hans. Er formaður viðburðastjórnar Ráðhúss.

Tinna Garðarsdóttir – verkefnastjóri stjórnsýslumála
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra. Hefur umsjón með undirbúningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Sinnir jafnframt gagnaöflun og ritun umsagna og tillaga fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.

Unnur Helgadóttir - lögfræðingur

Lögfræðileg ráðgjöf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem og fyrir hönd skrifstofunnar. Ber ábyrgð á samningagerð skrifstofunnar og utanumhaldi um samninga. Er með eftirfylgd og úrvinnslu verkefna og ábendinga frá innri og ytri endurskoðendum. Sinnir úrvinnslu mála fyrir borgarráð ásamt afgreiðslu stjórnsýsluerinda.

Þóra Sveinbjörg Þorgeirsdóttir – skrifstofufulltrúi
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar sem og símsvörun. Sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Lóðaúthlutun og samningagerð - Lögfræðiteymi

Ívar Örn Ívarsson – teymisstjóri lögfræðideildar
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Hrefna Þórsdóttir – lögfræðingur 
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Oddrún Helga Oddsdóttir – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Sonja Wiium – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Jóhanna Kristrún Birgisdóttir – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Atvinnu- og borgarþróunarteymi

Athafnaborgin, atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkur, er sérhæfð verkefnastofa sem heldur utan um ýmis þróunar- og umbótaverkefni í Reykjavík. Teymið hefur umsjón með innleiðingu og eftirfylgni á Reykjavík 2030 - Græna planinu, atvinnu- og nýsköpunarstefnu, alþjóðastefnu og húsnæðisáætlun. Þá vinnur teymið að borgarþróun á breiðum grunni með áherslu lóðir borgarinnar. Teymið markaðssetur tækifæri í Reykjavík bæði innanlands og utan og tekur þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum á sviði rannsókna og nýsköpunar.  

Óli Örn Eiríksson – teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunarteymis
Ber ábyrgð á atvinnu- og borgarþróunarteymi, styður við starfsmenn þess og kemur að fjölda atvinnu- og borgarþróunarverkefna innan borgar og í samvinnu við lykilhagaðila. Sérfræðiþekking á atvinnuþróun (e. Economic development), húsnæðismálum, opinberri stefnumótun og samkeppnishæfni. 

Dr. Harpa Sif Eyjólfsdóttir  – verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknar- og nýsköpunarverkefna
Umsjón með sóknaráætlun um aukna þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum með áherslu á Horizon rammaáætlun Evrópusambandsins. Styður við og stýrir ýmsum styrkumsóknum á sviði nýsköpunar, umhverfisverndar og samgöngumála sem samræmast alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar og Græna planinu. Sinnir þátttöku Reykjavíkurborgar í AMIGOS verkefninu. 

  • Vinnusími: 411 4500
  • Netfang: Harpa.Sif.Eyjolfsdottir@reykjavik.is

Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin – verkefnastjóri AMIGOS
Verkefnisstjórnun á íslenska hluta alþjóðlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu AMIGOS (AMIGOS | Reykjavik) sem tekur á breytingunum við Hlemm með því markmiði að bæta umferðaröryggi á svæðinu, gera fólki auðveldara að nota grænar og virkar samgöngur, og að gera svæðið aðgengilegt öllum hópum samfélagsins. 

Hulda Hallgrímsdóttir – verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Verkefni á sviði atvinnu- og borgarþróunar. Umsjón með Græna planinu og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Heldur utan um samstarf við ýmis nýsköpunarverkefni. Verkefnisstjóri í grænu húsnæði framtíðarinnar. Umsjón með samráðsvettvangi um þróun í Gufunesi, hringrásargarði í Álfsnesi og fleiri þróunarverkefnum.

Hilmar Hildarson Magnúsarson – verkefnastjóri alþjóða- og húsnæðismála
Hilmar sinnir verkefnum á sviðum atvinnu- og borgarþróunar, m.a. húsnæðisáætlun og verkefnum tengdum henni, s.s. eftirfylgni, miðlun, umsögnum og fyrirspurnum og nýsköpun á borð við kortasjá húsnæðisuppbyggingar. Hefur umsjón með alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar og vinnur að yfirsýn, samhæfingu og miðlun efnis um alþjóðamál. Leiðir starfshóp um alþjóðamál, þvert á borgarkerfið. Vinnur að ýmsum tilfallandi borgarþróunarverkefnum, s.s. vistvænni húsnæðisuppbyggingu og nýtingu haf- og strandtengdra svæða.

Jón Halldór Jónasson – verkefnastjóri miðborgarmála og miðlunarverkefna 
Verkefni á sviði borgar- og atvinnuþróunar, m.a. umsjón með samstarfshópi í málefnum miðborgarinnar. Fjölbreytt miðlun upplýsinga sem tengjast atvinnu- og borgarþróun, sem og utanumhald markaðsáætlunar fyrir Athafnaborgina. Framþróun vefsvæða sem tengjast atvinnu- og borgarþróun. Undirbúningur reglulegra funda borgarstjóra um athafnalíf og húsnæðismál, sem og önnur kynning vegna þeirra málaflokka. Samskipti vegna myndasafns. Auglýsingar og miðlun vegna sölu byggingarréttar; sölu og/eða leigu eigna; og verkefna sem tengjast borgarþróun. Þátttaka í framþróun verkefnastýringar og utanumhalds.

Kristinn Bjarnason – skapandi verkefnastjóri
Fylgir eftir framþróun kortasjár íbúðar- og atvinnuhúsnæðisuppbyggingar. Verkefnastjóri funda um uppbyggingu í Reykjavík. Undirbúningur og eftirfylgni vegna kynningarfunda borgarstjóra á sviði atvinnu- og borgarþróunar. Hönnun kynningarefnis og kynninga af margvíslegu tagi ásamt ýmsum þróunar- og miðlunarverkefnum. Auglýsingar og miðlun vegna sölu byggingarréttar; sölu og/eða leigu eigna; og verkefna sem tengjast borgarþróun. Framþróun verkefnastýringar og utanumhalds. Stuðningur við önnur verkefni teymis.

Kamma Thordarson  – verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Verkefni á sviði atvinnuþróunar. Aðstoðar fyrirtæki sem leita að atvinnulóðum í Reykjavík og fylgir eftir áhuga á atvinnusvæðum á Hólmsheiði og Esjumelum. Tengiliður við ferðaþjónustuna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Samstarf við Íslandsstofu um alþjóðlega markaðssetningu Vatnsmýrarinnar undir merkjum Reykjavik Science City. Styður við nýsköpun í borginni í samvinnu við Orkuklasa, Ferðaklasa og Fjártækniklasa. Hluti af teymi sem vinnur að NetZeroCities – kolefnishlutlausar borgir 2030. Utanumhald starfshópa um hröð orkuskipti í Reykjavík og hringrásarhagkerfi á höfuðborgarsvæðinu. 

Dr. Kristrún Th. Gunnarsdóttir – sérfræðingur í nýsköpunarfræðum 
Verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknar- og nýsköpunarverkefna. Umsjón með uppbyggingu  alþjóðlegs samstarfs um rannsóknir, nýsköpun og þróun. Styður við og stýrir ýmsum styrkumsóknum, sinnir samráði og samvinnu sem þeim tengjast. Umsjón með allri umsýslu vegna verksamninga við Horizon Europe rammaáætlunina.   

Sylva Lam, BREEAM AP  – verkefnastjóri alþjóðlegra loftslagsverkefna
Verkefni á sviði loftslagsmála sem styðja við innleiðingu Græna plansins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnisstjórnun á rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu SPARCS (Horizon 2020 Framework) sem er Evrópusambandsverkefni þar sem borgir í Evrópu vinna saman að því að þróa nýjar leiðir til sjálfbærni, kolefnishlutleysis og bættum lífsgæðum borgarbúa. Stýrir þátttöku Reykjavíkurborgar í tvíburaverkefni NetZeroCities þar sem Reykjavíkurborg er tengd við Lahti í Finnlandi með áherslu á vistvænar samgöngur.

Samskipta- og mörkunarteymi

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – samskiptastjóri

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir – verkefnastjóri viðburða

Björg Jónsdóttir – verkefnastjóri viðburða

Guðmundur Birgir Halldórsson – verkefnastjóri viðburða

Hulda Gunnarsdóttir – upplýsingafulltrúi
Upplýsingadeild. Ráðhúsið, menningar- og ferðamál, ÍTR

Hrund Þórsdóttir – upplýsingafulltrúi 
Upplýsingadeild: 

Íris Elfa Þorkelsdóttir – verkefnastjóri markaðsmála

Ólafur Daði Eggertsson – margmiðlun

Róbert Reynisson – ljósmyndari

Védís Guðmundsdóttir – verkefnastjóri vefmála