Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Hlutverk skrifstofu SBB er að þjónusta borgarstjóra og undirbúa samræmda stefnumörkun Reykjavíkurborgar ásamt því að fylgja eftir innleiðingu Græna plansins. Skrifstofan ber ábyrgð á samhæfðri og áreiðanlegri upplýsingamiðlun um Reykjavíkurborg og starfsemi hennar, mörkun og viðburðarstjórnun á stærri viðburðum. Hún vinnur að atvinnu- og borgarþróun Reykjavíkurborgar með hagkvæmri nýtingu borgarlands að leiðarljósi og ber ábyrgð á innleiðingu lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar.

Hlutverk

Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara eru fjögur teymi:

Borgarstjóri

Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður tæplega 8.000 starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri gegnir þremur meginhlutverkum. Hann er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar, fulltrúi Reykjavíkurborgar á opinberum vettvangi og pólitískur leiðtogi meirihlutans.

Borgarritari

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. 

Starfsfólk

Þorsteinn Gunnarsson – borgarritari
Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög

Björg Magnúsdóttir – aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður borgarstjóra er pólitískur ráðgjafi hans. Hann annast ýmis mál í umboði borgarstjóra og er honum og hans nánustu embættismönnum til ráðgjafar. Hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra í samráði við dagskrárfulltrúa borgarstjóra.

 

Þjónustu- og stjórnsýsluteymi

Dagný Ingadóttir – teymisstjóri þjónustu- og stjórnsýsluteymis
Stýrir daglegri verkstjórn þjónustu- og stjórnsýsluteymis. Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda sem berast borgarstjóra og skrifstofunni og afgreiðslu mála fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.  Ber ábyrgð á samhæfingu og yfirsýn verkefna á sem lúta að dagskrá borgarstjóra, og  þátttöku hans í viðburðum hérlendis sem erlendis, móttökum, og ýmsum verkefnum á vegum skrifstofunnar. Er starfsmaður neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar og stýrir rekstrarmálum skrifstofunnar.

Aldrianne Karen Roman – Skrifstofu- og þjónustufulltrúi
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar sem og símsvörun. Sinnir fundaþjónustu við fundi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og umsjón með kaffistofum. Sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Anna Karen Kristinsdóttir – móttökufulltrúi
Sér um undirbúning, framkvæmd og ráðgjöf varðandi móttökur, ráðstefnur, fundi og heimsóknir. Hefur umsjón með skoðunarferðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Höfða. Sinnir reikningagerð, frágangi gagna og fleiru.

Harpa Þorsteinsdóttir  verkefnastjóri lýðheilsumála 
Verkefnisstjóri lýðheilsumála ber yfirábyrgð á lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar og eftirfylgni með innleiðingu hennar auk þess að hafa yfirsýn og umsjón með heilsueflingarstarfi í borginni. 

Rebekka Sigurðardóttir – dagskrárfulltrúi
Sinnir almennri þjónustu og aðstoð við borgarstjóra og hefur umsjón með daglegri dagskrá hans. Skipuleggur og er með utanumhald ýmissa viðburða og verkefna sem borgarstjóri tekur þátt í innanlands og utan. Sinnir ýmsum textaskrifum og fleiru.

Sandra Dröfn Gylfadóttir – lögfræðingur (Í fæðingarorlofi)
Lögfræðileg ráðgjöf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem og fyrir hönd skrifstofunnar. Ber ábyrgð á samningagerð skrifstofunnar og utanumhaldi um samninga. Er með eftirfylgd og úrvinnslu verkefna og ábendinga frá innri og ytri endurskoðendum. Sinnir úrvinnslu mála fyrir borgarráð ásamt afgreiðslu stjórnsýsluerinda.

Tinna Garðarsdóttir – verkefnastjóri stjórnsýslumála
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra. Hefur umsjón með undirbúningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Sinnir jafnframt gagnaöflun og ritun umsagna og tillaga fyrir borgarráð og önnur ráð borgarinnar.

Unnur Helgadóttir - lögfræðingur

Lögfræðileg ráðgjöf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem og fyrir hönd skrifstofunnar. Ber ábyrgð á samningagerð skrifstofunnar og utanumhaldi um samninga. Er með eftirfylgd og úrvinnslu verkefna og ábendinga frá innri og ytri endurskoðendum. Sinnir úrvinnslu mála fyrir borgarráð ásamt afgreiðslu stjórnsýsluerinda.

Þórir Kjartansson - bílstjóri borgarstjóra 
Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. 

Lóðaúthlutun og samningagerð - Lögfræðiteymi

Ívar Örn Ívarsson – teymisstjóri lögfræðideildar
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Oddrún Helga Oddsdóttir – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Auður Inga Ingvarsdóttir – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Sonja Wiium – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Jóhanna Kristrún Birgisdóttir – lögfræðingur
Ber ábyrgð á samningagerð, uppbyggingarsamningum, tillögugerð til borgarráðs vegna úthlutunar lóða og sölu byggingarréttar.

Atvinnu- og borgarþróunarteymi

Athafnaborgin, atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkur, er sérhæfð verkefnastofa sem heldur utan um ýmis þróunar- og umbótaverkefni í Reykjavík. Teymið hefur umsjón með innleiðingu og eftirfylgni á Reykjavík 2030 - Græna planinu, atvinnu- og nýsköpunarstefnu, alþjóðastefnu og húsnæðisáætlun. Þá vinnur teymið að borgarþróun á breiðum grunni með áherslu lóðir borgarinnar. Teymið markaðssetur tækifæri í Reykjavík bæði innanlands og utan og tekur þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum á sviði rannsókna og nýsköpunar.  

Óli Örn Eiríksson – teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunarteymis
Ber ábyrgð á atvinnu- og borgarþróunarteymi, styður við starfsmenn þess og kemur að fjölda atvinnu- og borgarþróunarverkefna innan borgar og í samvinnu við lykilhagaðila. Sérfræðiþekking á atvinnuþróun (e. Economic development), húsnæðismálum, opinberri stefnumótun og samkeppnishæfni. 

Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin – verkefnastjóri AMIGOS
Verkefnisstjórnun á íslenska hluta alþjóðlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu AMIGOS (AMIGOS | Reykjavik) sem tekur á breytingunum við Hlemm með því markmiði að bæta umferðaröryggi á svæðinu, gera fólki auðveldara að nota grænar og virkar samgöngur, og að gera svæðið aðgengilegt öllum hópum samfélagsins. 

Hulda Hallgrímsdóttir – verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Verkefni á sviði atvinnu- og borgarþróunar. Umsjón með Græna planinu og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Heldur utan um samstarf við ýmis nýsköpunarverkefni. Verkefnisstjóri í grænu húsnæði framtíðarinnar. Umsjón með samráðsvettvangi um þróun í Gufunesi, hringrásargarði í Álfsnesi og fleiri þróunarverkefnum.

Hilmar Hildarson Magnúsarson – verkefnastjóri alþjóða- og húsnæðismála
Hilmar sinnir verkefnum á sviðum atvinnu- og borgarþróunar, m.a. húsnæðisáætlun og verkefnum tengdum henni, s.s. eftirfylgni, miðlun, umsögnum og fyrirspurnum og nýsköpun á borð við kortasjá húsnæðisuppbyggingar. Hefur umsjón með alþjóðastefnu Reykjavíkurborgar og vinnur að yfirsýn, samhæfingu og miðlun efnis um alþjóðamál. Leiðir starfshóp um alþjóðamál, þvert á borgarkerfið. Vinnur að ýmsum tilfallandi borgarþróunarverkefnum, s.s. vistvænni húsnæðisuppbyggingu og nýtingu haf- og strandtengdra svæða.

Jón Halldór Jónasson – verkefnastjóri miðborgarmála og miðlunarverkefna 
Verkefni á sviði borgar- og atvinnuþróunar, m.a. umsjón með samstarfshópi í málefnum miðborgarinnar. Fjölbreytt miðlun upplýsinga sem tengjast atvinnu- og borgarþróun, sem og utanumhald markaðsáætlunar fyrir Athafnaborgina. Framþróun vefsvæða sem tengjast atvinnu- og borgarþróun. Undirbúningur reglulegra funda borgarstjóra um athafnalíf og húsnæðismál, sem og önnur kynning vegna þeirra málaflokka. Samskipti vegna myndasafns. Auglýsingar og miðlun vegna sölu byggingarréttar; sölu og/eða leigu eigna; og verkefna sem tengjast borgarþróun. Þátttaka í framþróun verkefnastýringar og utanumhalds.

Kristinn Bjarnason – skapandi verkefnastjóri
Fylgir eftir framþróun kortasjár íbúðar- og atvinnuhúsnæðisuppbyggingar. Verkefnastjóri funda um uppbyggingu í Reykjavík. Undirbúningur og eftirfylgni vegna kynningarfunda borgarstjóra á sviði atvinnu- og borgarþróunar. Hönnun kynningarefnis og kynninga af margvíslegu tagi ásamt ýmsum þróunar- og miðlunarverkefnum. Auglýsingar og miðlun vegna sölu byggingarréttar; sölu og/eða leigu eigna; og verkefna sem tengjast borgarþróun. Framþróun verkefnastýringar og utanumhalds. Stuðningur við önnur verkefni teymis.

Kamma Thordarson  – verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Verkefni á sviði atvinnuþróunar. Aðstoðar fyrirtæki sem leita að atvinnulóðum í Reykjavík og fylgir eftir áhuga á atvinnusvæðum á Hólmsheiði og Esjumelum. Tengiliður við ferðaþjónustuna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Samstarf við Íslandsstofu um alþjóðlega markaðssetningu Vatnsmýrarinnar undir merkjum Reykjavik Science City. Styður við nýsköpun í borginni í samvinnu við Orkuklasa, Ferðaklasa og Fjártækniklasa. Hluti af teymi sem vinnur að NetZeroCities – kolefnishlutlausar borgir 2030. Utanumhald starfshópa um hröð orkuskipti í Reykjavík og hringrásarhagkerfi á höfuðborgarsvæðinu. 

Sylva Lam, BREEAM AP  – verkefnastjóri alþjóðlegra loftslagsverkefna
Verkefni á sviði loftslagsmála sem styðja við innleiðingu Græna plansins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnisstjórnun á rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu SPARCS (Horizon 2020 Framework) sem er Evrópusambandsverkefni þar sem borgir í Evrópu vinna saman að því að þróa nýjar leiðir til sjálfbærni, kolefnishlutleysis og bættum lífsgæðum borgarbúa. Stýrir þátttöku Reykjavíkurborgar í tvíburaverkefni NetZeroCities þar sem Reykjavíkurborg er tengd við Lahti í Finnlandi með áherslu á vistvænar samgöngur.

Samskipta- og mörkunarteymi

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – samskiptastjóri

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir – verkefnastjóri viðburða

Björg Jónsdóttir – verkefnastjóri viðburða

Guðmundur Birgir Halldórsson – verkefnastjóri viðburða

Hulda Gunnarsdóttir – upplýsingafulltrúi

Hrund Þórsdóttir – upplýsingafulltrúi   

Íris Elfa Þorkelsdóttir – verkefnastjóri markaðsmála

Ólafur Daði Eggertsson – margmiðlun

Róbert Reynisson – ljósmyndari