Hringrásargarður á Álfsnesi

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að innleiða hringrásarhagkerfi í auknum mæli, þar sem munir og efni er betur nýtt, endurnýtt og endurunnið. Markmiðið með Hringrásargarði á Álfsnesi er að minnka sóun og bæta nýtingu. Hringrásargarður á Álfsnesi getur orðið mikilvægur liður í að efla hringrásarhagkerfið í Reykjavík en með þróun verkefnisins er markmiðið að stuðla að auknu samstarfi, verkefnum og nýsköpun þegar kemur að hringrás muna og efna til að ná megi markmiðum um að hætta urðun og stuðla að því að svo kallaðir úrgangsstraumar verði að auðlindum. Starfshópi hefur verið gefið það verkefni að gera skýrslu sem lýsir framtíðaráformum svæðisins og hvernig skipulagi þess og uppbyggingu geti verið háttað svo hringrásarferlar séu framkvæmanlegir í þessum skala.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Ráðgjafateymi kynnti drög að skýrslu um fýsileika hringrásargarðs á Álfsnesi fyrir starfshóp sem fékk tækifæri til að koma með athugasemdir og tillögur að breytingum. Skýrslan var hér eftir uppfærð með tilliti til athugasemda og lauk ráðgjafateymi vinnu sinni á síðari hluta árs 2023.  Skýrslan inniheldur þrjá meginhluta. Fyrsti hluti: Greining auðlindastrauma og mögulegs iðnaðarvistkerfis​.  Annar hluti: Skipulag, áfangar og möguleikar til framtíðar​. Þriðji hluti: Undirbúningur, umsjón og fjármögnun.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

Eldri stöðulýsingar

 
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Ráðgjafateymi sem vann útboð vann að fýsileikagreiningunni og kynnti drög að fyrsta vinnupakka fyrir starfshópi. Ráðgjafateymi átti samtal við ýmsa hagaðila þar á meðal Sorpu, Faxaflóahafnir og áhugasöm fyrirtæki við gerð skýrslunnar. Skýrsla verður kláruð haust 2023 og kynnt fyrir starfshópi, borgarstjóra og öðrum lykilaðilum.
  Janúar 2023   Undirbúningur útboðs um fýsileikagreiningu vegna þróunar hringrásargarðs á Álfsnesi hélt áfram í samvinnu við starfshóp Hringrásargarðsins. Starfshópurinn samanstendur m.a. af aðilum frá Sorpu, Faxaflóahöfnum, Samtökum iðnaðarins og Samtökum Sveitafélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið var að fara í opið útboð undir merkjum verðfyrirspurnar.
  Júlí 2022 Settur hefur verið á fót starfshópur til að taka afstöðu til og útfæra tillögur um Hringrásargarð á Álfsnesi. Fyrsti fundur starfshóps var haldinn 27. maí þar sem rætt var um með hvaða hætti rekstrar- og uppbyggingaraðilar og borgin vilja vinna saman að þróun, uppbyggingu og framgangi Hringrásargarðs á Álfsnesi. Mikill áhugi er hjá starfshóp um verkefnið og sér hann mikla möguleika í þróun þess. Starfshópur vinnur nú að útboði þar sem auglýst verður eftir aðila til að útfæra nánar þá möguleika sem felast í að skapa Hringrásargarð og hvaða leiðir má fara.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: