Hringrásaráherslur - Flokkun og hirða á lífrænum úrgangi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Umfangsmiklar breytingar urðu á lögum um úrgangsmál árið 2021 sem koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023. Með lögunum verður lögð aukin skylda á einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang og merkingu íláta og innheimtu gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Staða: Lokið
Stöðulýsing 1. júlí 2023
Breytt hirða við heimili hefur verið innleidd. Hafin er breyting á grenndarstöðvum og verið er að skoða framtíðarfyrirkomulag endurvinnslustöðva.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Júlí 2023 | Á árinu 2023 varð veigamikil breyting á sorphirðu og tunnuskipti um alla borg var skipt niður á hverfi. Tunnuskiptin hófust í maí 2023 og mun ljúka í september 2023. |
Janúar 2023 | Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi í janúar 2023, er skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír, plastumbúðir, lífrænn úrgangur (matarleifar) og blandaður úrgangur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu; Garðabær, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes hafa unnið að undirbúningi kerfisins undanfarin tvö ár. Byrjað var að bjóða upp á hirðu á flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi í Reykjavík 1. september 2021 og innleitt í fleiri hverfi á árinu 2022 |
Júlí 2022 | Byrjað var að bjóða upp á hirðu á flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi í Reykjavík 1. september 2021 og innleitt í fleiri hverfi á árinu 2022. Sorpmagn á íbúa dregst saman á milli ára en Reykvíkingar skiluðu af sér minnstu magni úrgangs á höfuðborgarsvæðinu árið 2021. |
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengd
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Loftslagssamningur - Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030 |
2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Vistvænar samgöngur | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hringrásargarður á Álfsnesi | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Hringrásaráherslur - Flokkun og hirða á lífrænum úrgangi | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Vistvæn mannvirki | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Minni matarsóun í mötuneytum Reykjavíkurborgar | 2025 | Mannauðs- og starfsumhverfissvið Velferðarsvið Skóla- og frístundasvið |
SPARCS | 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.