Byggingarmál

Embætti byggingarfulltrúa hefur eftirlit með byggingarmálum og mannvirkjagerð í borginni. Undir það fellur meðal annars útgáfa byggingarleyfa til að byggja, breyta eða rífa mannvirki.

Byggingarleyfi

Rafræn umsókn um byggingarleyfi fer fram í gegnum umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Dæmi um slíkt eru nýbyggingar, breytingar á notkun, útliti og formi á þegar byggðu mannvirki. Þú finnur ítarlegri upplýsingar um hvaða framkvæmdir þurfa byggingarleyfi í byggingarreglugerð.

Skráning ábyrgðaraðila

Skráning byggingarstjóra, iðnmeistara og hönnuða eru nú rafrænar hjá Reykjavíkurborg. Skráning fer fram í gegnum Mínar síður borgarinnar þar sem þú getur fyllt út skráningarformin og undirritað skjölin rafrænt.

Úttektir

Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum og staðfestir að byggingarnar séu í samræmi við hönnunargögn. Dæmi um úttektir byggingarfulltrúa eru öryggisúttekt sem skal fara fram áður en bygging er tekin í notkun og lokaúttekt sem fer fram þegar öllum verkþáttum er lokið.

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? 

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is