Byggingarmál

Embætti byggingarfulltrúa hefur eftirlit með byggingarmálum og mannvirkjagerð í borginni. Undir það fellur meðal annars útgáfa byggingarleyfa til að byggja, breyta eða rífa mannvirki.
Byggingarfulltrúi
Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík starfar á grundvelli laga þar um. Auk þess að gefa út byggingarleyfi yfirfer og samþykkir embættið aðal- og séruppdrætti, framkvæmdaáform og heimildir til að hefja framkvæmdir. Þá sér byggingarfulltrúi um að fara yfir hönnunargögn og sér um úttektir á öllum mannvirkjaframkvæmdum
Byggingarleyfi
Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir samkvæmt byggingarreglugerð. Slíkt á við þegar fyrir liggur að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja. Eins þegar það á að breyta mannvirki, burðarkerfi þess eða lagnakerfum, og þegar breyta á notkun þess, útliti og formi.

Úttektir
Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum og staðfestir að bygging sé fokheld og að heimilt sé að taka mannvirki í notkun. Þegar byggingu er lokið er kannað hvort mannvirkið uppfylli allar kröfur.
Rafrænar skráningar
Skráningar byggingarstjóra og iðnmeistara eru nú rafrænar hjá Reykjavíkurborg. Þetta er fyrsta skrefið í vegferð Reykjavíkurborgar að rafrænum byggingarleyfisumsóknum.