Byggingarmál

Embætti byggingarfulltrúa hefur eftirlit með byggingarmálum og mannvirkjagerð í borginni. Undir það fellur meðal annars útgáfa byggingarleyfa til að byggja, breyta eða rífa mannvirki.
Byggingarfulltrúi
Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík sér um að gefa út byggingarleyfi auk þess að fara yfir og samþykkja aðal- og séruppdrætti (teikningar), framkvæmdaáform og heimildir til að hefja framkvæmdir. Þá sér byggingarfulltrúi um að fara yfir hönnunargögn og úttektir á öllum mannvirkjaframkvæmdum.
Byggingarleyfi
Rafræn umsókn um byggingarleyfi fer fram í gegnum umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Dæmi um slíkt er þegar á að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta burðarkerfi eða lagnakerfum, eða breyta notkun mannvirkis, útliti og formi. Þú finnur ítarlegri upplýsingar um hvaða framkvæmdir þurfa byggingarleyfi í byggingarreglugerð.

Skráning ábyrgðaraðila
Skráningar byggingarstjóra, iðnmeistara og hönnuða eru nú rafrænar hjá Reykjavíkurborg. Skráning fer fram í gegnum Mínar síður borgarinnar þar sem þú getur fyllt út skráningarformin án þess að prenta neitt út og undirritað skjölin rafrænt.
Úttektir
Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum og staðfestir að bygging sé fokheld og að heimilt sé að taka mannvirki í notkun. Þegar byggingu er lokið er kannað hvort mannvirkið uppfylli allar kröfur.
Hvað viltu skoða næst?
- Byggingarfulltrúi Byggingarfulltrúi sér um útgáfu byggingarleyfa í Reykjavík.
- Byggingarleyfi Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.
- Skráning ábyrgðaraðila byggingarleyfis Skráningar byggingarstjóra og iðnmeistara.
- Úttektir Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum.
- Byggingateikningar Alla aðaluppdrætti af húsum má nálgast á teikningavefnum.
- Fasteignir Auglýsingar um sölu og leigu eigna.
Getum við aðstoðað?
Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?
Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is