Um byggingarfulltrúa

Lögbundið hlutverk byggingarfulltrúa er að hafa umsýslu og eftirlit með mannvirkjagerð í borginni. Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir til byggingarfulltrúa

Hægt er að senda formlega fyrirspurn áður en hönnun hefst til að kanna hvort að það sé líklegt að byggingarleyfi fáist fyrir framkvæmdinni. Lokauppdrættir þurfa ekki að fylgja sem sparar hönnunarkostnað ef í ljós kemur að framkvæmdin samræmist ekki lögum og reglum. Athugið að svar við fyrirspurn gefur ekki leyfi til framkvæmda. Til þess þarf í flestum tilfellum að sækja um byggingarleyfi.

Starfsemi byggingarfulltrúa

Lögbundið hlutverk byggingarfulltrúa er að hafa umsýslu og eftirlit með mannvirkjagerð í borginni. Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli mannvirkjalaga, byggingarreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa.

 

Teikningavefur

Aðaluppdrætti og séruppdrætti af byggingum í Reykjavík má nálgast á teikningavef borgarinnar.

Fundargerðir

Umsóknir eru teknar fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa á hverjum þriðjudegi. Fundargerðir eru settar á vefinn eins fljótt og hægt er að loknum fundi.

""

Vissir þú?

Embætti byggingarfulltrúa er afkomandi byggingarnefndar sem var stofnuð 1839. Embættið er því næstum 200 ára gamalt og jafnframt það elsta á Íslandi.

""

Vissir þú?

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík var fyrsta byggingarfulltrúaembættið til að hljóta ISO:9001 vottun.

Hafa samband

Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is

 

Setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfang og/eða málsnúmer eftir því sem við á.

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is