Úttektir

Þegar framkvæmdum er lokið þarf að sækja um úttekt áður en byggingin er tekin í notkun. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík sinnir eftirfarandi úttektum og sér um að boða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með eftir því sem við á.

Sótt er um úttekt á Mínum síðum borgarinnar.

Lokaúttekt

Þegar mannvirkjagerð er lokið þarf að sækja um lokaúttekt. Eigandi eða byggingastjóri mannvirkisins geta sótt um þá úttekt. Við lokaúttekt er gengið úr skugga um að mannvirki uppfylli ákvæði laga og reglugerða og hvort byggt hefur verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Við lokaúttekt er mannvirki skráð á byggingarstig B4.

Öryggisúttekt

Áður en mannvirki er tekið í notkun þarf að gera úttekt á öryggi þess og hollustuháttum. Eigandi eða byggingarstjóri mannvirkisins geta sótt um þá úttekt. Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt. Við öryggisúttekt er mannvirki skráð á byggingarstig B3.

Öryggisúttekt að hluta

Ef óskað er eftir öryggisúttekt vegna hluta mannvirkis skal taka sérstaklega fram við hvaða hluta er átt og lýsa ástandi hans. Einnig skal gera almennt grein fyrir ástandi annarra hluta mannvirkisins.

Úttekt vegna byggingarstigs

Úttekt vegna byggingarstigs fer fram þegar óskað er eftir því að mannvirki sé skráð á byggingarstig B2 eða B3.

Húsa- og íbúðaskoðun

Húsaskoðun fer fram þegar óskað er eftir staðfestingu á að mannvirki sé í samræmi við innlagða aðaluppdrætti. Íbúðaskoðun fer fram þegar óskað er eftir staðfestingu á því að mannvirki uppfylli skilyrði vegna breyttrar notkunar.

Úttekt vegna byggingarstjóraskipta

Úttekt vegna byggingarstjóraskipta fer fram þegar óskað er eftir því að skipta um byggingarstjóra á útgefnu byggingarleyfi. Ef byggingarstjóri sem er skráður á byggingarleyfi hættir umsjón með framkvæmdum áður en lokaúttekt fer fram skal skrá nýjan byggingarstjóra. Sótt er um byggingarstjóraskipti á Mínum síðum borgarinnar.

Staðlar og reglugerðir

Eftir úttekt eru byggingar skráðar á byggingarstig B1–B4 samkvæmt staðlinum ÍST 51:2021.

Hafa samband

Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is

 

Setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfang og/eða málsnúmer eftir því sem við á.

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is