Úttektir

Byggingarfulltrúi og byggingarstjóri á byggingarleyfi taka út mannvirki á hinum ýmsum framkvæmdastigum með áfangaúttektum, stöðuúttektum og öryggis- og lokaúttektum. Úttektir eru til staðfestingar á framkvæmd samkvæmt samþykktu leyfi og kröfum byggingarreglugerðar um úttektir á byggingartíma og við lok þeirra.

Unnið er að því að koma beiðni um úttekt á Mínar síður Reykjavíkur en þangað til er sótt um í tölvupósti á upplysingar@reykjavik.is með útfylltu eyðublaði ásamt viðeigandi gögnum.

Áfangaúttektir

Byggingarstjóri skal annast áfangaúttektir verkþátta á byggingartíma til staðfestingar á uppbyggingu og útfærslu til samræmis við byggingarleyfi.

Skráning áfangaúttekta byggingarstjóra er í gegnum vefviðmót í Mannvirkjaskrá ; Innskráning Ísland.is (island.is)

Stöðuúttekt

Stöðuúttekt og vottorð er staðfesting með skoðun byggingarfulltrúa á verkstöðu og byggingarstigi byggingarleyfis. 

 

Öryggisúttekt

Öryggisúttekt og vottorð er staðfesting með skoðun frá byggingarfulltrúa að heimilt sé að taka mannvirki eða hluta þess í notkun samkvæmt samþykktu byggingarleyfi og ákvæðum laga og reglugerða. Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt hafi mannvirki ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt. 

Lokaúttekt

Lokaúttekt og vottorð er staðfesting með skoðun frá byggingarfulltrúa að framkvæmdum byggingarleyfis sé lokið samkvæmt samþykktu byggingarleyfi og ákvæðum laga og reglugerða. Heimilt er að gefa út vottorð með athugasemdum ef óloknir verkþættir varða ekki áfangaúttektaskylda verkþætti, öryggi, hollustu eða aðgengi.  Hafi mannvirkið ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt er hún jafnframt öryggisúttekt.

Byggingastjóraskipti

Ef byggingarstjóri hættir umsjón með framkvæmdum áður en lokaúttekt fer fram skal verkstaða skráð vegna ábyrgðarskila á milli fráfarandi og viðtakandi byggingarstjóra og staðfest af byggingarfulltrúa.

Unnið er að því að færa eyðublöð vegna byggingarstjóra- og iðnmeistaraskipti yfir á Mínar síður Reykjavíkurborgar en þangað til er sent tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is með útfylltu eyðublaði.

Meira um byggingarstjóraskipti

Byggingarstjóri sem ráðinn hefur verið af eiganda til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum skal vera skráður á byggingarleyfi. Ef byggingarstjóri hættir umsjón með framkvæmdum áður en lokaúttekt byggingarfulltrúa fer fram skal verkstaða skráð vegna ábyrgðarskila á milli fráfarandi og viðtakandi byggingarstjóra og staðfest til skráningar af byggingarfulltrúa. Ábyrgð byggingarstjóra fellur niður í kjölfar staðfestingar verkþátta sem ólokið er.

Eiganda er skylt að sjá til þess að framkvæmdir séu stöðvaðar þar til að ábyrgðaraðilar hafi skráð sig að nýju á byggingarleyfi og með starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra vegna ólokinna verkþátta frá verkstöðu

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á upplysingar@reykjavik.is