Úttektir

Byggingarfulltrúi tekur út byggingar á hinum ýmsu byggingarstigum og staðfestir að bygging sé fokheld og að heimilt sé að taka mannvirki í notkun. Þegar byggingu er lokið er kannað hvort  mannvirkið uppfylli allar kröfur. 

Öryggisúttekt

Öryggisúttekt er staðfesting á að heimilt sé að taka mannvirki í notkun. Ef byggingin uppfyllir allar öryggiskröfur gefur byggingarfulltrúi út vottorð sem hann afhendir byggingarstjóra eða eiganda.

Fokheldisúttekt

Fokheldisúttekt er staðfesting á að bygging hafi náð því byggingarstigi að teljast fokheld, það er fullreist bygging sem lokað hefur verið fyrir veðri og vindum.

Lokaúttekt

Lokaúttekt er staðfesting á að byggingu mannvirkis sé lokið og það reist í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Hafi mannvirkið ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt er hún jafnframt öryggisúttekt.

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang byggingarfulltrúa: byggingarfulltrui@reykjavik.is