Leyfi byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi tekur við umsóknum um byggingarleyfi, stöðuleyfi og staðfestingu á tilkynningarskyldri framkvæmd. Sótt er um byggingarleyfi hjá HMS en sótt er um stöðuleyfi og staðfestingu á tilkynningarskyldri framkvæmd á mínum síðum Reykjavíkurborgar.
Byggingarleyfi
Þegar hugað er að byggingarleyfisskyldum framkvæmdum þarf að sækja um byggingarleyfi.
Umsóknir um byggingarleyfi eru rafrænar hjá Reykjavíkurborg. Sótt er um í gegnum umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn.
Staðfesting á tilkynningarskyldri framkvæmd
Minniháttar framkvæmdir sem eru undanskildar byggingarleyfi þarf samt að tilkynna til byggingarfulltrúa og fá þær staðfestar. Hönnuðir geta sent inn tilkynningu á Mínum síðum.
Stöðuleyfi
Ef þú vilt geyma lausafé á lóð gætir þú þurft að sækja um stöðuleyfi. Dæmi um lausafjármuni eru: gámar, tjöld, tjaldvagnar, gistihýsi og fleira. Hægt er að sækja um stöðuleyfi í 2-12 mánuði. Ef þú vilt geyma lausafjármunina lengur á lóðinni þarf að sækja um byggingarleyfi.
Breytingarerindi eða stofnerindi?
Stofnerindi er fyrsta umsókn máls þegar sótt er um byggingarleyfi. Breytingarerindi eru breytingar sem tengjast þessari fyrstu umsókn þegar búið er að samþykkja stofnerindið. Nauðsynlegt er að stofna nýja umsókn þegar sótt er um breytingarerindi og vísa í málsnúmer stofnerindis. Breytingarerindi eru send inn þegar hönnun húsnæðis er breytt eftir upprunalegt samþykki, en áður en vottorð um lokaúttekt er gefið út.
Niðurrif húsnæðis
Ef rífa á húsnæði og byggja nýtt þarf sækja um tvö byggingarleyfi. Annars vegar fyrir niðurrifinu, og hins vegar fyrir nýrri framkvæmd. Niðurrif þarf einnig að tilkynna til Heilbrigðiseftirlits. Eftir niðurrif þarf að sækja um lokaúttekt.
Hafa samband
Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is
Setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfang og/eða málsnúmer eftir því sem við á.
Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is