Afgreiðsla umsókna til byggingarfulltrúa

Eftir að sótt er um byggingarleyfi eða önnur leyfi til byggingarfulltrúa er umsóknin tekin fyrir á afgreiðslufundi. Fyrirspurnir eru afgreiddar utan fundar og er svarað eins fljótt og auðið er.

Afgreiðsluferli byggingarfulltrúa

 

 

Skila inn gögnum
Afgreiðslufundur
Frestað
Skila inn gögnum
Afgreiðslufundur
Samþykkt
Skila inn gögnum
Afgreiðslufundur
Samþykkt

Hvað gerist eftir að sótt er um byggingarleyfi?

  • Móttökupóstur er sendur á uppgefin netföng þegar umsókn er móttekin. Þar er óskað eftir frekari gögnum ef þarf og gefinn út reikningur fyrir lágmarksgjaldi á skráðan greiðanda, samkvæmt gjaldskrá byggingarfulltrúa.
  • Þegar öll viðeigandi gögn og upplýsingar hafa borist er umsóknin yfirfarin og óskað eftir umsögnum Heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs.
  • Málið er tekið fyrir á afgreiðslufundi og niðurstaða send umsækjanda og hönnuði í tölvupósti.

Máli frestað

Málum er frestað ef:

Þegar uppfærð gögn hafa borist og brugðist hefur verið við athugasemdum er málið aftur tekið fyrir.

Mál samþykkt

Ef engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina er málið samþykkt. Umsækjandi og hönnuður fá sent svarbréf ásamt gátlista byggjenda eins fljótt og auðið er. Athugið að þó að mál sé samþykkt á fundi má ekki hefja framkvæmdir strax. Til þess þarf útgefið byggingarleyfi.

Skil á teikningum

Alla rafræna aðal- og séruppdrætti á að senda inn til samþykktar hjá Byggingarfulltrúa í gegnum mannvirkjagáttina með undirskrift (vatnsmerki) bæði sérhönnuðar og hönnunarstjóra. Senda skal inn sérteikningar í einu PDF skjali eftir því sem við á og má hvert PDF skjal vera allt að 20 Mb. að stærð.

Undirritun

  • Aðaluppdrættir þurfa ekki að berast byggingarfulltrúa með undirritun aðalhönnuða þar sem þeir eru innsiglaðir með rafrænum hætti í gegnum rafræna undirritunarkerfið Dokobit.
  • Aðaluppdrættir fara í rafræna innsiglun eftir samþykki á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
  • Hönnunarstjóri má búast við tölvupósti frá Dokobit með beiðni til að undirrita allt að 3 vikum eftir samþykki á afgreiðslufundi.

Rafræn skilríki

  • Hönnunarstjóri þarf að undirrita með rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að skoða vel hvað er verið að undirrita.
  • Athugið að það er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki fyrir þessar skráningar.
  • Þú getur sótt um rafræn skilríki hjá bönkum, símafyrirtækjum eða Auðkenni í Borgartúni 31.

Hafa samband

Haft er samband við byggingarfulltrúa með því að senda tölvupóst á upplysingar@reykjavik.is

 

Setjið „Berist til byggingarfulltrúa“ í efni tölvupóstsins og gætið þess að pósturinn innihaldi heimilisfang og/eða málsnúmer eftir því sem við á.

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is