Útgáfa byggingarleyfa

Teikning af tveimur konum að bera saman bækur sínar.

Gátlisti byggjenda er leiðbeining um það sem þarf að gera eða skila inn til að fá formlega útgefið byggingarleyfi. Gátlistinn er sendur á umsækjanda eftir að mál er samþykkt á afgreiðslufundi. Athugið að samþykki á fundi gefur ekki leyfi til framkvæmda. Til þess þarf útgefið byggingarleyfi.

Skráning ábyrgðaraðila

Skráningar ábyrgðaraðila eru einn liður í því að fá útgefið byggingarleyfi. Um er að ræða skráningu byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt greinargerð hönnunarstjóra. Skráningarnar eru fylltar út á Mínum síðum. Þegar allir aðilar hafa verið skráðir, er póstur sendur á alla með beiðni um að undirrita rafrænt með rafrænum skilríkjum.

Skráning berst ekki byggingarfulltrúa fyrr en allir hafa undirritað.

Gott að muna

  • Passið að netfang og kennitala séu rétt.
  • Ekki nota bandstrik "-" í kennitölu.
  • Skrifið USK eða BN númer (ekki BL númer).