Verkfærakista starfsfólks - kynjafræðsla
Í verkfærakistunni má meðal annars finna fræðslu, gagnlegar vefsíður, greinar, myndbönd og gátlista
Vefsíður
Agenda er vefsíða með allskonar fræðslu og verkefnum um kynjajafnrétti og sambandsfræðslu. Mikið af fjölbreyttu og gagnlegu efni er hægt að finna á þessari síðu. Efni: Jafnrétti - Kynjafræði - Sambönd
Lifting limits er góð vefsíða þar sem fjallað er um kynjafordóma í skólakerfinu.
Réttindaskóli og Réttindafrístund UNICEF - hugmyndafræðin tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Áhersla er lögð á að skapa umhverfi sem byggist á þátttöku, jafnrétti og virðingu. Í verkefnaheftinu má finna fjölmörg verkefni og hugmyndir sem nýtast í starfi.
Spark movement er frábær vefsíða með kynja og kynfræðslu.
Tabú – feminísk fötlunarhreyfing - á vefsíðu Tabú eru margvíslegar upplýsingar um stöðu fatlaðs fólks, mannréttindi, reynslusögur, fréttir, pistlar um feminískan fötlunaraktívisma og margt fleira.
Vefur barnasáttmála SÞ - á þessum vef má finna fróðleik, verkefni, kennsluhugmyndir og leiki út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindum barna.
Umboðsmaður barna - á vef umboðsmanns barna má finna fjölbreytt efni sem tengist barnasáttmálanum og réttindum barna í víðum skilningi
UNICEF á Íslandi - hér má finna mikið af áhugaverðum upplýsingum um réttindi barna.
Youmo
Frábær sænskur fræðsluvefur um allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði og unglingsárunum. Þessi síða er á sex tungumálum og geymir glærur, myndbönd, greinar og ýmislegt gagnlegt til að nota í kennslu.
Rásin
Rásin er hlaðvarp á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem rætt er við sérfræðinga og starfsfólk borgarinnar um margvísleg málefni er snúa að borgarbúum og þjónustu við þá. Markmið þáttanna er að veita innsýn í skóla- og frístundastarfið og þau málefni sem þar eru efst á baugi hverju sinni.
Fræðslumyndbönd
Fjöltyngd kennsla - tvö stutt myndbönd um hugmyndafræði fjöltyngdrar kennslu. Höfundur er Roma Chumak-Horbatsch
Fyrirlestur um ADHD - í þessu myndbandi er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra til náms.
Reiðir drengir á netinu - Christian Vorre Mogensen, sérfræðingur hjá Center for Digital Youth Care í Kaupmannahöfn fjallar um hvernig og hvers vegna drengjum og ungum mönnum hættir til að sækja í einangruð samfélög á netinu.
Reynslusaga af því að rekast á í skólakerfinu
Í Þessum einlæga fyrirlestri fjallar Björgvin Páll Gústavsson um reynslu sína af því að vera strákur sem rakst á í skólakerfinu. Fyrirlesturinn var tekinn upp í tilefni af ráðstefnunni En ég var einn – Sjálfsmynd stráka og kerfið
Bækur
Kynjafræði fyrir byrjendur er rafbók sem ætluð er fyrir framhaldsskólanemendur en bókin hentar þó að mestu leyti einnig fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla. Í bókinni má finna upplýsingar um femínisma, karlafræði, áhrif fjölmiðla, kvennasöguna, kynlífsmenningu og klámvæðingu og margt fleira sem hefur bein áhrif á ungt fólk. Kaupa þarf aðgang að bókinni.
Jafnrétti - í þessu riti er fjallað um jafnréttismenntun á öllum skólastigum og hvernig skapa má tækifæri í skólastarfi fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum í anda umburðarlyndis og jafnréttis. Efni: Jafnrétti - Samskipti - Sjálfsmynd - Sjálfstraust - Staðalímyndir
Karlmennska og jafnréttisuppeldi er bók um birtingarmyndir karlmennskunnar og áhrif hennar. Aftast í bókinni er hægt að nálgast kennsluverkefni. Efni: Jafnrétti - Kynjafræði - Karlmennska - Kynhlutverk
Virðing og umhyggja – ákall 21. aldar er áhugaverð bók eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur um mikilvægi virðingar, umhyggju, vináttu og kærleiks í samskiptum fólks.
Handbækur um mannréttindi
Litli Kompás fyrir börn er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7-13 ára.
Kompás fyrir ungt fólk - hér er mannréttinda handbókin Kompás í heild sinni. Bókin inniheldur fræðslu og verkefni tengd mannréttindum.
Jafnrétti kynjanna - hér er kafli um jafnrétti kynjanna úr Litla Kompás fyrir börn. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Mismunun - Kynjafræði
Töfrandi tungumál
Í leikskólanum Miðborg hefur verið unnið að þróunarverkefninu Töfrandi tungumál. Verkefnið felst í því að innleiða kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically Appropriate Practice) þar sem heimamál allra barna eru eðlilegur hluti af skólastarfinu.
Samskiptabókin
Tvítyngdar samskiptabækur eru hagnýt leið til að auka orðaforða og stuðla að virku tvítyngi, þ.e. að barnið viðhaldið og efli móðurmál sitt um leið og það nær tökum á íslensku sem öðru máli.
Leiðarvísir um stuðning við móðurmál
Hér má finna leiðarvísi á íslensku, ensku og pólsku um stuðning við móðurmál barna og virkt tvítyngi.
Fræðsla og skýrslur
ART EQUAL er vettvangur fyrir fagfólk sem starfar með ungum börnum og vill gera list og menningu aðgengilega í daglegu lífi þeirra.
Kvennabaráttan – Hvað einkennir hverja bylgju femínismans? Femínismi er stefna sem berst fyrir jafnrétti kynjanna og mannréttindum kvenna og kvára en hugmyndir og baráttuaðferðir hans hefur tekið breytingum og þróast síðustu áratugi.
Millimenningarfræðsla - hér eru kynningar, fræðsla og gagnkvæm skoðanaskipti til að efla jákvætt viðhorf, afla sér þekkingar og færni kennara og starfsfólks til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Áherslan er lögð á helstu upplýsingar um viðkomandi land og málumhverfi, um skólakerfið og foreldrasamstarf.
Nú skal segja er skýrsla um þróunarverkefni sem unnið var í leikskólanum Geislabaug og snerist um kynjajafnrétti í leikskólastarfi. Efni: Jafnrétti - Mannréttindi - Samvinna - Sjálfsmynd - Sjálfstraust - Staðalímyndir
Saga Steinunnar - hér rekur Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sína eigin sögu og reynslu af fordómum og ofbeldi. Útgáfa bæklingsins er hluti af verkefninu Saman gegn ofbeldi.
Staðalmyndir - hér eru ýmsir punktar sem gott getur verið fyrir kennara að hafa í huga varðandi staðalmyndir og hvernig vinna má gegn þeim í kennslustundum/kennslustofunni. Efni: Forvarnir - Jafnrétti - Mannréttindi - Sjálfsmynd - Staðalmyndir
Kynjuð leikföng
Hér má finna fræðslu um muninn á kröfunum til barna eftir því hvort þau fæðist í bleika eða bláa boxið.
Efni: Jafnrétti - Karlmennska - Kvenleiki - Kynhlutverk - Staðalmyndir
Barnabækur og kyn
Hér er grein um kynin í barnabókum sem ber heitið "Strákar gera en stelpur eru: Kynjaskipting og markaðssetning eftir kyni í útgáfu barnabóka"
Efni: Jafnrétti - Félagsmótun - Kynhlutverk - Staðalímyndir
Gátlistar um kynjajafnrétti
Gátlistar um jafnrétti útbúnir voru af Jafnréttisskólanum fyrir starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þeir nýtast vel til að ræða og íhuga hversu vel er gætt að margbreytileika og jafnrétti á starfsstaðnum.
Efni: Jafnrétti - Gátlisti - Kynjajafnrétti - Forvarnir - Mannréttindi -Samskipti - Sjálfsmynd - Staðalmyndir - Styrkleikar
Gátlistar um jafnrétti
Gátlistar til að skoða stöðu jafnréttis í leikskólum og grunnskólum. Nýtast vel fyrir starfsfólk til að ræða og íhuga hversu vel er gætt að margbreytileika og jafnrétti á starfsstaðnum.
Jafnréttis og mannréttinda gátlisti
Gátlisti fyrir starfsfólk í hópastarfi varðandi jafnrétti og mannréttindi.
Viðfangsefni: Andleg og félagsleg vellíðan, Barnasáttmálinn, Jafnrétti, Mannréttindi, Staðalmyndir
Hvað viltu skoða næst?
- Kynfræðsla - efni fyrir starfsfólk Kveikjur, kennsluhugmyndir, myndbönd og annar fróðleikur
- Verkfærakista starfsfólks - hinseginfræðsla Hér má finna fræðslu, gagnlegar vefsíður, greinar, myndbönd og gátlista
- Trans börn og skólar Heimasíða fyrir skóla sem vilja verða transvænir
- Hinsegin börn og skólar Hér er síða með ýmsum leiðum sem nýtast skólum til að verða hinseginvænir.