Kynfræðsla - efni fyrir starfsfólk

Teikning af tveimur mannsekjum að skrifa á post-it miða á vegg.

Hugmyndir að námsefni, kveikjum og kennsluleiðbeiningum auk annars fróðleiks fyrir starfsfólk grunnskóla og frístundamiðstöðva.

Fræðsla

Hér er verkfærakista sem inniheldur fræðslu, ritgerðir, kannanir og skýrslur sem hægt er að notast við í kynfræðslu í grunnskóla.

Teikning sem lýsir notendamiðaðri þjónustu.

Myndbönd og vefsíður

Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynfræðslu á grunnskólastigi.

fdgd

Bækur og bæklingar sem nýtast vel í kynfræðslu

Kynbundið ofbeldi og skólakerfið Þessi bók er leiðarvísir fyrir stjórnendur og starfsfólk í skólakerfinu varðandi forvarnir, viðbrögð og úrvinnslu mála er varða kynbundið ofbeldi.

Kynferðislega hegðun barna/hvað er eðlilegt?
Bæklingur sem hugsaður er fyrir foreldra og starfsfólk til að greina á milli eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar barna og óeðlilegrar. Í bæklingnum eru atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að fylgjast með kynferðislegri hegðun barna á leikskólaaldri og til tíu ára aldurs. Útgefandi: Barnahús

Upplýsingabæklingur frá Stígamótum
Bæklingur um kynferðisofbeldi og þjónustu Stígamóta á fjölmörgum tungumálum.

Samskipti foreldra og barna um kynlíf
Bæklingur sem Landlæknisembættið gaf út til að hvetja foreldra og forsjáraðila til að ræða við barnið sitt um kynlíf. Bæði er sniðugt að senda bæklinginn heim til foreldra en einnig er hann góður fyrir kennara til að átta sig á mikilvægi samtals um kynlíf við börn og unglinga.

Orða- og hugtakaskýringar
Skýringar um allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði og kynlífi. Bæklingurinn er á ensku og sænsku en afar aðgengilegur. Sniðugt gæti t.d. verið að velja orð og hugtök úr listanum, setja í skál og láta hvern nemanda (eða hóp) draga eitt orð/hugtak úr skálinni, þýða orðið og kynna svo fyrir hinum í bekknum/hópnum. Hægt er að láta nemendur teikna orðið, setja það inn í ljóð eða sögu eða hvað annað sem kennara eða nemendum dettur í hug. Einnig væri t.d. hægt að velja eitt orð á viku úr bæklingnum og útskýra og ræða um með nemendum.

Kjaftað um kynlíf
Í þessari bók má finna allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði barna og unglinga. Bókin er einstaklega vel upp sett út frá mismunandi aldri þeirra sem verið er að fræða hverju sinni.

Litla bókin um blæðingar. Í þessari bók má lesa allt milli himins og jarðar um tíðahringinn og blæðingar. Mjög gott fyrir skóla að eiga eintak af þessari bók fyrir nemendur til að fletta í og fræðast.

Mælt er með því að bjóða upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir

  • Hópavinna/kynningar
  • Nota post it miða til dæmis í hugmyndavinnu.
  • Glærukynningar
  • Slido.com eða menti.com - hægt er að setja inn nafnlausar spurningar, orðaský og fleira.
  • Nýta tímarit, kvikmyndir, þætti og samfélagsmiðla - ræða til dæmis um pressuna í fjölmiðlum um að allir séu alltaf sexý, alltaf til í allt og allt sé svo frábært, óraunhæft og jafnvel skaðlegt.
  • Myndbönd / sýna myndbönd / leyfa nemendum að útbúa myndbönd
  • Teikningar - láta nemendur teikna, sauma út, smíða eða leira kynfæri. Leggja áherslu á að útlit kynfæra er mjög fjölbreytt.
  • Leyfa nemendum að útbúa efni á vef - til dæmis spurningar og svör eða skrifa stuttar greinar, blogg eða annað.
  • Hafa hugmyndakassa / spurningakassa
  • Hafa orða / hugtakakrukku, útskýra vel grunnhugtök og orð. Hægt er að láta nemendur draga úr krukku. Dæmi um orð gætu verið: samfarir, forleikur, gælur, sjálfsfróun, nánd. Í kjölfarið geta þau leitað sér upplýsinga, ræða saman og útskýra svo fyrir hinum eða skrifa niður og hengja upp á vegg.
  • Leyfa nemendum að búa til bæklinga, vefsíðu eða podcast.
  • Rökræður - velja viðfangsefni og skiptast á skoðunum um það til dæmis varðandi kynfærahár, klámáhorf eða smokkanotkun.
  • Taka viðtöl til dæmis við foreldra eða ömmu og afa um fyrstu ástina eða ástarsorgina, um kynþroskann, um kynfræðsluna sem þau fengu á sínum tíma.
  • Fara í leiki
  • „kaffihúsaspjall“ – tabútímar. Hér er hægt að hafa nafnlausar spurningar.
  • Vinna með klípusögur
  • Kynna ýmiskonar verkefni og átök t.d. #VikaSex og Sjúk ást.
  • Kynna vel úrræði svo sem 112, kvensjúkdómalækna, Húð- og kynsjúkdómadeild, heilsugæslu, Hjálparsíma Rauða krossins, neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Fossvogi, Stígamót (er fyrir 18 ára og eldri en yngra fólk getur nýtt sér netaðstoð þeirra), Barnavernd og fleira.

Frá vinnufundi unglinga í des 2023. Skilaboð frá unglingum til fullorðinna varðandi kynfræðslu

  • Það þarf meiri fræðslu til kennara til að þau geti kennt þetta betur
  • Meiri tíma, meiri fræðslu, byrja fyrr
  • Trúnó er ekki „scary“, það er mikilvægt
  • Engin spurning á að vera asnaleg (gera kennara tilbúna í erfiðar spurningar)
  • Hvort viljið þið að við lærum kynfræðslu af klámi eða í skólanum?
  • Við viljum fá kynfræðslutíma í hverri viku
  • Hættið að gera allt vandræðalegt
  • Fræðsla kemur í veg fyrir ofbeldi/kynferðisofbeldi
  • Margir krakkar eru byrjaðir að stunda kynlíf og við þurfum fræðslu
  • Hafa spurningabox sem hægt er að svara
  • Klámáhorf er meira en þið haldið
  • Tala meira um kynheilbrigði
  • Fræða foreldra líka. Bara þá, ekki með börnunum sínum
  • Fræða meira um hinsegin kynlíf
  • Eyða skömminni í kringum kynfræðslu