En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið

Fyrirlestraröðin En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið var haldin í samstarfi Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Geðhjálpar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Til stóð að halda heils dags ráðstefnu á menntavísindasviði en vegna áhrifa Covid-19 var sú leið valin að skipta ráðstefnunni niður í fjórar rafrænar lotur. Fyrsta lota var haldin 9. september 2020 og bar hún heitið Karlmennska og strákar sem rekast á í kerfinu. Lota tvö var haldin fimmtudaginn 5. nóvember en þar var fjallað um hugsanlegan mun á strákum og stelpum. Fimmtudaginn 21. janúar 2021 var rætt um skaðlegar birtingarmyndir og ofbeldi. Fjórða og síðasta lotan var haldin 18. mars 2021 en þar var rætt um úrræði og leiðir. Hægt er að skoða erindin frá lotu 1, 2, 3 og 4 í gegnum tenglana hér fyrir neðan.

 

Fyrsta lota

Karlmennska og strákar sem rekast á í kerfinu.

Önnur lota

Strákar og stelpur. Heilinn, geðheilsan, námið

Þriðja lota

Skaðlegar birtingarmyndir / ofbeldi

Fjórða lota

Úrræði og leiðir