Jafnréttisskólinn

Teikning af kennara fyrir framan töfluna í kennslustofu.

Hlutverk Jafnréttisskólans er að skapa vettvang og veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning varðandi jafnréttismenntun, mannréttindi og kynheilbrigði til starfsfólks í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, auk barna og foreldra eftir atvikum. 

Jafnréttisskólinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2023 fyrir ómetanlegt starf við að miðla þekkingu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks SFS varðandi jafnréttis- og kynheilbrigðismál.

""

Hinsegin- og kynjafræðsla

Hér getur þú skoðað verkfærakistu með verkefnum tengdum hinsegin- og kynjafræðslu.

""

Kynfræðsla

Hér getur þú skoðað verkfærakistu með verkefnum tengdum kynfræðslu

""

Jafnréttismenntun

Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir öll börn til að þroskast á eigin forsendum

Vika6

Vika6 er sjötta vika ársins. Hún hefur fest sig í sessi sem árleg vika kynheilbrigðis í öllum grunnskólum og frístundamiðstöðvum. í Viku6 ættu öll börn og unglingar í borginni að fá kynfræðslu í einhverju formi. Hér má finna kynfræðslu fyrir öll stig grunnskóla. 

Ungmenni situr við sjó í bol með skilaboum um jafnrétti

Alþjóðlegur dagur mannréttinda barna 20.nóvember

Jafnréttisskólinn útbjó fræðsluefni í tilefni dagsins.

 Þemað árið 2024 var samtvinnun. 

Fræðsluefnið er aldurskipt í fjóra aldursflokka:

Teikning af fjórum manneskjum.

Spurt og svarað um kynfræðslu og hinseginfræðslu

Af hverju er hinseginfræðsla mikilvæg? Eða kynfræðsla? Eiga foreldrar rétt á að taka barn úr skóla þegar hinseginfræðsla eða kynfræðsla fer fram? Hér finnur þú svör við ýmsum spurningum varðandi kynfræðslu og hinseginfræðslu barna. 

Jafnréttisskólinn er á Instagram og TikTok

Á Instagram er síða sem ætluð er elstu bekkjum grunnskólans og ber nafnið #jafnrettisskolinn.vika6. Þar má finna ýmsan fróðleik um kynheilbrigði og hægt er að fylgjast með í 'story' hvað félagsmiðstöðvar og grunnskólar borgarinnar eru að gera í tilefni vikunnar. Síða Jafnréttisskólans á TikTok ber nafnið: @jafnrettisskolinn.vika6

Hávaxinn manneskja með sítt hár í pilsi með loðna leggi.

Verndum öll börn!

Upptökur frá erindum á rafrænni málstofu um mikilvægi kynfræðslu og hinseginfræðslu. Málstofan Verndum öll börn! var haldin 20. nóvember 2023.

Auglýsing fyrir málstofuna "Verndum öll börn!" 20. nóvember 2023.

Ertu normal?

Hér er boðið upp á spennandi verkefni þar sem unglingar fá tækifæri til að velta fyrir sér þröngum ramma samfélagsins um hvað er að vera normal. Verkefnið felur í sér fræðslu í myndbandaformi og endar með ljósmyndasýningu á verkum þátttakenda.

Drengur að mála sig um augun með maskara

En ég var einn!

Fyrirlestraröðin En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið var haldin í samstarfi Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Geðhjálpar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hér má finna myndbönd frá ráðstefnunni. 

Gul mynd með svartri skuggamynd af ungmenni. Inni í skuggamynd er völundarhús. Texti sem segir En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið.

Verkefnastýrur Jafnréttisskólans