Gjaldskrá sorphirðu

Innheimta skal gjald fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg og er gjaldskráin birt í Stjórnartíðindum. 1280/2023

Einfaldaða útgáfu gjaldskrár sorphirðu má sjá hér að neðan.

Ílát fyrir blandaðan heimilisúrgang

Tegund íláts Hirða   Ílát á ári
120 l tunna Minna en 15 metra frá sorphirðubíl    43.000 kr.
120 l tunna Meira en 15 metra frá sorphirðubíl    53.000 kr.
240 l tunna Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   69.200 kr.
240 l tunna Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   79.200 kr.
360 l tunna minna en 15 metra frá sorphirðubíl   103.800 kr
360 l tunna meira en 15 metra frá sorphirðubíl   113.800 kr
660 l grátt ker Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   190.300 kr.
660 l grátt ker Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   217.800 kr.
       
      Hver losun
3 m³ djúpgámur     30.900 kr
4 m³ djúpgámur     37.500 kr.
5m³ djúpgámur     44.200 kr.

Ílát fyrir pappír

Tegund íláts Hirða   Ílát á ári
240 l tunna Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   10.100 kr.
240 l tunna Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   13.300 kr.
360 l tunna, Minna en 15 metra frá hirðubíl   15.150 kr
360 l tunna Meira en 15 metra frá hirðubíl   25.150 kr
660 l ker Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   27.775 kr.
660 l ker Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   36.575 kr.
       
      Hver losun
3 m³ djúpgámur     8.800 kr.
4 m³ djúpgámur     9.600 kr.
5 m³ djúpgámur     10.400 kr.

Ílát fyrir plast

Tegund íláts Hirða   Ílát á ári
240 l tunna Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   10.900 kr.
240 l tunna Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   14.100 kr.
360 l tunna Minna en 15 metra frá hirðubíl   16.350 kr
360 l tunna Meira en 15 metra frá hirðubíl   26.350 kr
660 l ker Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   29.975 kr.
660 l ker Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   38.875 kr.
       
      Hver losun
3 m³ djúpgámur     6.700 kr.
4 m³ djúpgámur     6.700 kr.
5 m³ djúpgámur     6.700 kr.

Ílát fyrir matarleifar

Tegund íláts Hirða   Ílát á ári
140 l tunna Minna en 15 metra frá sorphirðubíl   18.200 kr.
140 l tunna Meira en 15 metra frá sorphirðubíl   28.300 kr.
      Hver losun
3 m³ djúpgámur     11.100 kr.

Ílát fyrir tvískipt ílát

Tegund íláts Hirða Árið
240 l tunna fyrir heimilisúrgang (60%) og matarleifar (40%) Minna en 15 metra frá hirðubíl 52.500
240 l tunna fyrir heimilisúrgang (60%) og matarleifar (40%) Meira en 15 metra frá hirðubíl 62.500
240 l tunna fyrir pappírsefni (60%) og plast (40%)   Minna en 15 metra frá hirðubíl 10.500
240 l tunna fyrir pappírsefni (60%) og plast (40%) Meira en 15 metra frá hirðubíl 13.700

 

Gjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og meðhöndlun úrgangs. 

Gjöld önnur en árgjöld:

15 metra reglan

Ef sorphirðufólk þarf að sækja ílát lengra en 15 metra frá sorpbíl bætist viðbótargjald við. Komast má hjá því að greiða það með því að færa tunnurnar varanlega á losunardegi innan 15 metra.

Gjald fyrir umfram úrgang

Ef tunnurnar eru fullar fyrir losunardag er hægt að kaupa merkta poka undir umframúrgang eða fara með hann á grenndar- eða endurvinnslustöðvar.

  • Merktir pokar fyrir tilfallandi, umfram blandaðan úrgang: 2.606 kr./stk.

Athugaðu að til þess að tilfallandi umframúrgangur sem rúmast ekki í ílátum sé hirtur þarf hann að vera í sérmerktum pokum. Þá getur þú keypt hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í þjónustuveri Reykjavíkur í Borgartúni 12-14.

Gjald fyrir aukalosun

 

  • Gjald fyrir aukalosun: 9.750 kr./ferð auk 3.349 kr./ílát sem losað er.
  • Gjald fyrir aukalosun djúpgáma: 9.750 kr./ferð, auk losunargjalds djúpgáma hér að framan.
  • Gjald vegna reksturs grenndar- og endurvinnslustöðva: 17.000 kr./íbúð. Gjaldi vegna grenndar- og endurvinnslustöðva er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva SORPU bs.
  • Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu, akstur og skráning íláta, er 4.000 kr. fyrir hvert sinn sem óskað er breytinga.

Gjald vegna reksturs endurvinnslustöðva

Endurvinnslustöðvagjald er lagt á hverja íbúð í Reykjavík til þess að standa undir hlutdeild borgarinnar í rekstri endurvinnslustöðva Sorpu.