Íbúafundir borgarstjóra

Borgarstjóri býður til opinna íbúafunda í hverfum borgarinnar. Á fundunum kynnir borgarstjóri það sem efst er á baugi í hverfinu og mun eiga samtal við íbúa um framtíð hverfisins. Streymt verður frá íbúafundunum og verður allt efni aðgengilegt að loknum fundi. Allir fundir verða í streymi og ef sóttvarnarreglur leyfa verður gestum einnig boðið í sal.
Kærar þakkir fyrir góða aðsókn
- Reykjavíkurborg þakkar fyrir góða aðsókn og málefnalega umræðu á hverfafundunum. Allar kynningar, myndbönd og streymismyndbönd frá fundunum er að finna á síðum hvers fundar.

Dagskrá íbúafunda
- Háaleiti og Bústaðir - fimmtudagur 14. október kl. 20:00
- Hlíðar - miðvikudagur 2. febrúar kl. 20:00
- Vesturbær - miðvikudagur 9. febrúar, Vesturbæjarskóla kl. 20:00
- Grafarholt og Úlfarsárdalur - miðvikudagur 16. febrúar kl. 20:00
- Laugardalur - miðvikudagur 2. mars, Laugarnesskóla kl. 20:00
- Árbær - fimmtudagur 3. mars, Árbæjarskóla kl. 20:00
- Breiðholt - miðvikudaginn 9. mars, Breiðholtsskóla kl. 20:00
- Kjalarnes - miðvikudaginn 30. mars, Fólkvangur kl. 20:00
- Grafarvogur - fimmtudagur 31. mars, Rimaskóla kl. 20:00
- Miðborg - miðvikudagur 6. apríl, Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20:00