Hverfadagar borgarstjóra 2025 - Vesturbær
Hverfadagar borgarstjóra í Vesturbæ 13.-17. október 2025
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun heimsækja hverfi borgarinnar næstu vikur og mánuði.
Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja skóla og stofnanir borgarinnar, hitta starfsfólk borgarinnar í hverfinu, ræða við íbúa og fulltrúa félagasamtaka, íþróttafélaga og foreldrafélaga auk þess að bjóða upp á opna viðburði þar sem fólk getur rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.
Borgarstjóri býður íbúum upp á kaffi og spjall í Sjóminjasafninu klukkan 17-18 miðvikudaginn 15. október. Öll velkomin!
Sérkenni hverfisins
Vesturbærinn er gamalgróið hverfi með mikla sögu en um leið afar lifandi með verslunum, kaffihúsum og menningarstofnunum. Hverfið er fjölskylduvænt með metnaðarfullt skóla,- frístunda- og félagsstarf.
Varla er hægt að tala um Vesturbæinn án þess að minnast á íþróttafélagið KR sem á sér sterkar rætur í hverfinu, rétt eins og Vesturbæjarlaugin, sem tekin var í notkun árið 1961. Rétt hjá stendur hverfisverslunin Melabúðin, sem opnuð var árið 1956.
Nálægð við sjóinn er eitt helsta sérkenni hverfisins. Við Ægisíðu er einn fjölsóttasti göngustígur borgarinnar og Eiðisgrandinn býður sömuleiðis upp á hressandi útiveru.
Dagskrá heimsóknar borgarstjóra
Á meðan á hverfadögunum stendur mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsækja skóla í hverfinu. Hún mun funda með fulltrúum foreldrafélaga skólanna og spjalla við skólastjórnendur og annað starfsfólk. Þá mun hún kynna sér aðra starfsemi borgarinnar í hverfinu og funda með félagasamtökum, forsvarsfólki íþróttafélaga.
Vesturbær
Hverfadagar borgarstjóra verða haldnir í öllum hverfum borgarinnar.
Fréttir úr Vesturbænum
-
Hverfadagar borgarstjóra hafnir í Vesturbænum
-
Hólavallagarður friðlýstur
-
Hagaskóli sigurvegari í Skrekk 2024 og Ölduselsskóli hlaut Skrekkstunguna
-
Íbúðir og atvinnulíf í Vesturbugt
-
Framkvæmdir hefjast við grenndarstöð í Vesturbæ
-
Útivistarsvæðið á Landakotstúni bætt -
Vesturbæjarlaug hlýtur Regnbogavottun Reykjavíkurborgar