Hverfadagar borgarstjóra 2025 - Breiðholt

Hverfadagar borgarstjóra í Breiðholti

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun heimsækja hverfi borgarinnar næstu vikur og mánuði.

Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja skóla og stofnanir borgarinnar, hitta starfsfólk borgarinnar í hverfinu, ræða við íbúa og fulltrúa félagasamtaka, íþróttafélaga og foreldrafélaga auk þess að bjóða upp á opna viðburði þar sem fólk getur rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.

Næstu hverfadagar fara fram í Breiðholti dagana 29. september til 3. október næstkomandi.

 

""

Sérkenni hverfisins

Í Breiðholti er lögð áhersla á öflugt hverfastarf með fjölbreytni mannlífsins í fyrirrúmi. Í Mjódd er þjónustukjarni og samgöngumiðstöð.

Hverfið státar af kröftugu skóla,- frístunda- og íþróttastarfi og má sem dæmi nefna glæsilega aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðum ÍR og Leiknis. Breiðholtslaug er í hjarta hverfisins og er vel sótt af íbúum.

Nálægð hverfisins við Elliðaárdal og Heiðmörk skapar fjölbreytt tækifæri til hreyfingar og útivistar, og hestamennsku má stunda í næsta nágrenni, í Víðidal. Efst í Elliðaárdalnum er frisbígolfvöllur í náttúrulegu umhverfi og Vetrargarðurinn er mikið 

Dagskrá heimsóknar borgarstjóra

Á meðan á hverfadögunum stendur mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsækja skóla í hverfinu. Hún mun funda með fulltrúum foreldrafélaga skólanna og spjalla við skólastjórnendur og annað starfsfólk. Þá mun hún kynna sér aðra starfsemi borgarinnar í hverfinu, eiga fundi með félagasamtökum og forsvarsfólki íþróttafélaga í Breiðholti. 

Íbúum er boðið í listaverkagöngu og spjall með borgarstjóra klukkan 17:00 þann 29. september. Hittumst við Gerðuberg.

Miðvikudaginn 1. október býður borgarstjóri upp á kaffi og spjall í Mjóddinni klukkan 16:00

Öll velkomin.

 

Breiðholt

Hverfadagar borgarstjóra verða haldnir í öllum hverfum borgarinnar.

Nú er komið að Breiðholti.