Annasamir Hverfadagar í Grafarholti og Úlfarsárdal

Heiða Björg í heimsókn í Dalskóla og virðir fyrir sér Dalslaug.
Heiða Björg í heimsókn í Dalskóla og virðir fyrir sér Dalslaug.

Hverfadagar með Heiðu Björgu hófust í Grafarholti og Úlfarsárdal í síðustu viku og fóru vel fram.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri gerði víðreist um hverfið og hitti meðal annars fulltrúa foreldrafélaga, heimsótti skóla og aðra starfsstaði borgarinnar, hitti gesti í morgunsundi í Dalslaug, forsvarsfólk Fram og spjallaði við íbúa.

Borgarstjóri fékk góða kynningu á starfinu í Dalskóla í Úlfarsárdal og Ingunnarskóla og Sæmundarskóla sem eru í Grafarholti. 

Á spjalli við meðlimi í prjónaklúbbi á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal
Borgarstjóri á spjalli við meðlimi prjónaklúbbs sem hittist á Borgarbókasafninu í Dalskóla.

Á  Borgarbókasafninu tóku Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Unnar Geir Unnarsson deildarstjóri á móti borgarstjóra. Safnið er frábært fyrir lestrarhesta en það er einnig  samfélagshús sem býður upp á aðstöðu fyrir prjónaklúbba, hlaðvarpshljóðver og upptökuver svo eitthvað sé nefnt. 

Nemendur í myndmennt ræða við Heiðu Björgu
Nemendur í myndmennt spjalla við borgarstjóra

Haldinn var fundur með félagasamtökum og forsvarsfólki íþróttafélaga, en Fram er með glæsilega aðstöðu og borgarstjóri hitti líka forsvarsfólk frisbígolffélags Reykjavíkur og kynnti sér einstakan völl félagsins í Grafarholti.  Þá fékk hún smá kennslu í frísgolfkasti.  

Fyrirtækið Vaxa bauð borgarstjóra í heimsókn til að skoða starfsemina.
Fyrirtækið Vaxa bauð borgarstjóra í heimsókn til að skoða starfsemina

Heiða Björg kynnti sér einnig starfsemi fyrirtækisins Vaxa. Andri Guðmundsson sagði frá fyrirtækinu og fór í skoðunarferð um húsnæðið, sem ræktar kryddjurtir, salöt og sprettur. 

Ganga og spjall við Reynisvatn
Ganga og spjall við Reynisvatn

Þá bauð borgarstjóri í göngu og spjall við Reynisvatn, þar sem gafst færi á að ræða um hin ýmsu málefni sem íbúum eru hugleikin í hverfinu.

Heiða Björg var ánægð með Hverfadagana og sagði heimsóknina hafa gefið sér einstakt færi á að kynna sér hverfið og hitta íbúa.

Takk fyrir ánægjulega daga í Grafarholti og Úlfarsárdal!

Næstu Hverfadagar hefjast í Breiðholti 29. september næstkomandi.