Hverfadagar borgarstjóra 2025 - Miðborg
Hverfadagar borgarstjóra í Miðborg
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun heimsækja hverfi borgarinnar næstu vikur og mánuði.
Hverfadagar borgarstjóra verða í Miðborginni 8. til 12. desember næstkomandi.
Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja skóla og stofnanir borgarinnar, hitta starfsfólk borgarinnar í hverfinu, ræða við íbúa og fulltrúa félagasamtaka, íþróttafélaga og foreldrafélaga auk þess að bjóða upp á opna viðburði þar sem fólk getur rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.
Sérkenni hverfisins
Miðborg Reykjavíkur er hjarta höfuðborgarinnar, þar sem öflugt íbúasamfélag, fjölbreytt atvinnustarfsemi og skemmtilegt menningar- og mannlíf mætast. Í Miðborginni er gott að búa, starfa og vera gestur.
Dagskrá heimsóknar borgarstjóra
Á meðan á hverfadögunum stendur mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsækja skóla í hverfinu. Hún mun funda með fulltrúum foreldrafélaga skólanna og spjalla við skólastjórnendur og annað starfsfólk. Þá mun hún kynna sér aðra starfsemi borgarinnar í hverfinu, eiga fundi með félagasamtökum og forsvarsfólki íþróttafélaga í Miðborginni.
Miðborgin
Hverfadagar borgarstjóra verða haldnir í öllum hverfum borgarinnar.