Hverfadagar borgarstjóra hafnir í Vesturbænum

Vesturbærinn loftmynd
Vesturbærinn loftmynd

Heiðu Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hóf hverfadagana á Hótel Sögu í morgun en þar verður hún með starfsstöð þessa vikuna.  

Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja Hagaskóla og Vesturbæjarskóla heilsa upp á nemendur og kennara. Heiða Björg mun ennfremur fara í heimsókn á elliheimilið Grund og á samfélagshúsið Aflagranda. 

Miðvikudaginn 15. október býður borgarstjóri upp á kaffi og spjall í Sjóminjasafninu úti á Granda þar sem fólk getur rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.

Heiða Björg borgarstjóri lýkur hverfadögum á föstudaginn 17. október með  heimsókn í fyrirtæki á Grandanum með viðkomu í Sjávarklasanum.