Hverfadagar í Grafarvogi og á Kjalarnesi
Hverfadagar Heiður Bjargar borgarstjóra í Grafarvogi og á Kjalarnesi hófust í morgun.
Á hverfadögum er borgarstjóri á ferð um hverfi borgarinnar og heimsækir bæði skóla og leikskóla og heilsar upp á starfsfólk og nemendur. Hún heimsækir einnig ýmsar stofnanir í hverfunum og á fundi með foreldrafélögum og íþróttafélögum.
Þriðjudaginn 25. nóvember verður borgarstjóri á Kjalarnesi þar sem hún mun meðal annars heimsækja Klébergsskóla og Andrastaði, sem er heimili fyrir karlmenn sem glíma við fjölþættan vanda.
Klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur í Klébergsskóla þar sem borgarstjóri mun bjóða upp á kaffi og spjall. Tilvalið að mæta og ræða málin við borgarstjóra og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.
Borgarstjóri mun heimsækja RVK Studios í Gufunesi og Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesi. Heiða Björg mun heimsækja Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi, á félagsfundi þeirra í Borgum miðvikudaginn 26. nóvember klukkan 14:00. Fundurinn er öllum opinn.
Hverfadögum Heiðu Bjargar lýkur föstudaginn 28. nóvember næstkomandi.