Hverfadagar Heiðu Bjargar í Árbæ og Norðlingaholti
Hverfadagar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í Árbæ og Norðlingaholti hefjast í dag.
Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja skóla hverfisins og heilsa upp á nemendur og kennara. Heiða Björg mun ennfremur heimsækja Betri borgara Fylkis í fimleikahús Fylkis. Hún mun fara í göngu um Heiðmörk og kynna sér útvistarsvæði Reykjavíkurborgar sem þar eru í boði og fara í heimsókn í Kattholt.
Miðvikudaginn 7. janúar býður borgarstjóri upp á opið hús í Elliðaárstöð og Rafstöðinni klukkan 17.00 til 19.00. Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhönnuður verður með fjölskyldusmiðju í Elliðaárstöð og DJ Hagvél, Hallgrímur Magnússon, mun spila í Rafstöðinni.
Boðið verður upp á léttar veitingar og gestir og gangandi geta rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.
Hverfadögum borgarstjóra lýkur þann 9. janúar.