Hverfadagar borgarstjóra 2025 - Grafarvogur

 

Hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun heimsækja Grafarvog dagana 24. nóvember - 28. nóvember 2025.

Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja skóla og stofnanir borgarinnar, hitta starfsfólk borgarinnar í hverfinu, ræða við íbúa og fulltrúa félagasamtaka, íþróttafélaga og foreldrafélaga auk þess að bjóða upp á opna viðburði þar sem fólk getur rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.

 

""

Sérkenni hverfisins

Í Grafarvogi búa yfir átján þúsund manns og dregur hverfið nafn sitt af bænum Gröf sem nú er í eyði en stóð við Grafarlæk, fyrir sunnan Keldur. 

Nánd við fagra náttúru er einkennandi fyrir hverfið og má þar nefna Grafarvoginn sjálfan, sem skartar fjölbreyttu fuglalífi og laxveiðiána Korpu. Þá markast hverfið af fallegri sjávarsíðu sem íbúar nýta til útivistar og íþróttaiðkunar. 

Metnaðarfullt skóla, frístunda- og félagsstarf er í hverfinu og ungmennafélagið Fjölnir býður upp á fjölbreytt íþróttastarf. í Egilshöll er einnig glæsileg aðstaða fyrir íþróttir, auk keilusals og kvikmyndahúss. Í Gufunesi er að finna eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu. Í Gufunesbæ er frábært útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna og ekki má gleyma Grafarvogslaug í hjarta hverfisins.

Dagskrá heimsóknar borgarstjóra

Á meðan á hverfadögunum stendur mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsækja skóla í hverfunum. Hún mun funda með fulltrúum foreldrafélaga skólanna og spjalla við skólastjórnendur og annað starfsfólk. Þá mun hún kynna sér aðra starfsemi borgarinnar í hverfinu og funda með félagasamtökum og forsvarsfólki íþróttafélaga.

 

 

Grafarvogur

Hverfadagar borgarstjóra verða haldnir í öllum hverfum borgarinnar.

Nú er komið að Grafarvogi og munu hverfadagar Heiðu Bjargar borgarstjóra standa yfir dagana 24. nóvember - 28. nóvember 2025 næstkomandi.