Vistvæn mannvirki

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Losun vegna mannvirkjagerðar í Reykjavík er að mestu leyti í umfangi 3 og er utan við kröfur um loftslagssamning þar til eftir 2030. Engu að síður er verið að vinna að því að draga úr losun vegna mannvirkjagerðar og unnið í haginn fyrir loftslagssamningatímabilið eftir 2030. Reykjavíkurborg vann að og hefur nú tekið sæti í verkefnastjórn Byggjum grænni framtíðar sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð. Verkefnið á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Vinnan felst í því að meta árlega losun mannvirkjageirans, setja markmið um að draga úr þeirri losun til ársins 2030, skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum og svo vinna markvisst að aðgerðunum.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Áfram er unnið að því að finna leiðir til að minnka losun á líftíma bygginga sem þýðir að losun framkvæmdasvæða, losun og hringrás byggingarefna, orkunotkun bygginga, samnýting fyrirliggjandi innviða o.fl. er til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur setið í verkefnastjórn Byggjum grænni framtíðar. Reykjavíkurborg hefur greint hvernig má umbuna framkvæmdaaðilum fyrir að nýta vistvæna orkugjafa á framkvæmdasvæðum, unnið er að innviðaáætlun borgarinnar í nánu samtali við lykilsamstarfsaðila borgarinnar svo sem Veitur, Vegagerðina o.fl. Hringrásargarður á Álfsnesi er í þróun og unnið að því að umhverfisvotta enn fleiri mannvirki í eigu borgarinnar.

Lesa má nánar um stöðu aðgerða Reykjavíkurborgar sem snúa að vistvænni mannvirkjagerð á vefsíðu Byggjum grænni framtíðar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Unnið er að því að finna leiðir til að minnka losun á líftíma bygginga sem þýðir að losun framkvæmdasvæða, losun og hringrás byggingarefna, orkunotkun bygginga, samnýting fyrirliggjandi innviða o.fl. er til skoðunar. Lesa má nánar um aðgerðir Reykjavíkurborgar á vefsíðu Byggjum grænni framtíðar. Sjá hér. Stöðufundur var haldinn 22. ágúst um framgang aðgerða og verkefnisins almennt.
  Janúar 2023   Fimm vistferilsgreiningar hafa verið gerðar á byggingum Reykjavíkurborgar og í janúar 2023 var unnið að greiningum fyrir tvær byggingar sem eru á hönnunarstigi. Reykjavíkurborg hefur skoðað hvernig hægt sé að umbuna framkvæmdaaðilum fyrir að nýta vistvæna orkugjafa á framkvæmdasvæðum og hefur matslíkan verið unnið þar sem gæði eru metin á móti verði í framkvæmdaútboðum. Til að tryggja orkuinnviði frá upphafi framkvæmda er unnið að fyrstu 10 ára innviðaáætlun borgarinnar sem stefnt er að verði samþykkt með fjárhagsáætlun borgarinnar haustið 2023. Auk þess hefur verið settur á fót starfshópur til að taka afstöðu til og útfæra tillögur um Hringrásargarð á Álfsnesi sem mögulega mun innihalda aðgengileg svæði undir notuð byggingarefni. Unnið hefur verið að útboði til að finna teymi til að annast fýsileikagreiningu fyrir Reykjavíkurborg og samstarfsaðila varðandi hringrásargarðinn. Allar ofangreindar aðgerðir eru hluti af aðgerðum í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð.
  Júlí 2022 Kröfur vegna ýmissa umhverfisþátta til að setja fram við val á verktökum vegna framkvæmda á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs hafa verið þróaðar áfram. Aðilum sem vinna að framkvæmdaverkefnum hefur verið gert að skila inn upplýsingum um orkunotkun, úrgangsmál o.fl. sem tengist þeim verkefnum sem unnið er við. Aukin áhersla hefur verið á lífsferilsgreiningar og á umhverfisvottun (BREEAM) við nýbyggingar og meiriháttar endurgerð fasteigna. Reykjavíkurborg tók þátt í vinnufundum og vinnu við gerð verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Niðurstöður vinnunnar eru birtar í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030. Umsögn um vegvísinn var auk þess send inn í lok sumars.