5. Vistvænar samgöngur

Græn borg

Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar í fjárfestingu í samgönguinnviðum til 2030 er að hún verði á grænum og fjölbreyttum forsendum.

  • Samgöngur í Reykjavík setja gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt almenningssamgöngum í forgang og draga um leið úr svifryki, loftmengun og hávaða
  • Umferðaröryggi er megináhersla í allri ákvarðanatöku. Í samræmi við núllsýn borgarinnar er ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir
  • Almenningssamgöngur eru tíðar og þéttofið net hjóla- og göngustíga tengir borgarhverfin saman
  • Borgarrýmið er aðlaðandi og öruggt fyrir alla með lágum umferðarhraða þar sem fjölda bílastæða er stillt í hóf og þeim komið þannig fyrir að dýrmætt land nýtist vel
  • Uppbygging Borgarlínu og framkvæmd annarra þátta samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins tengir helstu uppbyggingarsvæði borgarinnar saman við aðra hluta svæðisins

Aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur aðgerðir, hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni.
Heiti aðgerðar Staða Verklok Uppfært Svið
Hlemmsvæðið Í vinnslu 2025 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Gönguvæn borg - 15 mínútna hverfi Í vinnslu 2030 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Gönguvæn borg - græn borgarþróun Í vinnslu 2030 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Hjólreiðaborg á heimsmælikvarða Í vinnslu 2025 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Borgarlína og betri almenningssamgöngur Í vinnslu 2025 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús Lokið 2022 Janúar 2023 Umhverfis- og skipulagssvið
Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar 
og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri
Í vinnslu   2023 Janúar 2024   Umhverfis- og skipulagssvið
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara