Sameiginlegur skilningur Reykjavíkurborgar og atvinnulífs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Efla þarf virkt samtal og auka upplýsingamiðlun á milli Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins til að byggja sameiginlega framtíðarsýn. Þetta verður m.a. gert með því að efna til atvinnulífsfunda þar sem borgin og atvinnulífið ræða saman um sameiginlegar áskoranir og tækifæri. Unnið verður að bættri miðlun til atvinnulífs, fyrirtækja og frumkvöðla um þróun borgarinnar, framkvæmdir og áætlanir. Auk þess þarf að skilgreina fyrsta snertipunkt borgarinnar fyrir fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi í borginni, stækka eða þróast.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Unnið hefur verið að eftirfylgni á samráðsfundi um samkeppnishæfni sem haldinn var í Höfða 24. nóvember 2023. Móta þarf sameiginlega framtíðarsýn, setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu og efla stuðning við nýsköpun. Þetta voru helstu niðurstöður atvinnulífsfundarins sem haldinn var í fyrsta sinn, í boði borgarstjóra og forseta borgarstjórnar í Höfða. Þar komu saman fulltrúar Reykjavíkurborgar, atvinnulífs, háskóla, klasa og verkalýðsfélaga og ræddu hvernig efla mætti alþjóðlega samkeppnishæfni Reykjavíkur og skapa borg þar sem nýsköpun þrífst. Atvinnulífsfundur 2024 er í mótun.​

Opinn kynningarfundur borgarstjóra - Athafnaborgin 2024 var haldinn 22. maí 2024. Á fundinum var gefin yfirsýn um stöðu uppbyggingar innviða og atvinnulífs í Reykjavík. Upptöku af fundinum og dagskrá má nálgast hér: https://reykjavik.is/athafnaborgin-2024

Atvinnu- og borgarþróunarteymi ræður yfir póstfanginu athafnaborgin sem hefur verið notað í auglýsingum og á miðlum borgarinnar sem snertipunktur fyrirtækja við borgina þegar kemur að því að hefja starfsemi í borginni, stækka eða þróast. Fleirum sinnum í viku berast tölvupóstar frá fyrirtækjum á það póstfang þannig að innleiðing gengur vel.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024

Unnið hefur verið að eftirfylgni á samráðsfundi um samkeppnishæfni sem haldinn var í Höfða 24. nóvember 2023. Móta þarf sameiginlega framtíðarsýn, setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu og efla stuðning við nýsköpun. Þetta voru helstu niðurstöður atvinnulífsfundarins sem haldinn var í fyrsta sinn, í boði borgarstjóra og forseta borgarstjórnar í Höfða. Þar komu saman fulltrúar Reykjavíkurborgar, atvinnulífs, háskóla, klasa og verkalýðsfélaga og ræddu hvernig efla mætti alþjóðlega samkeppnishæfni Reykjavíkur og skapa borg þar sem nýsköpun þrífst. Atvinnulífsfundur 2024 er í mótun.​

Opinn kynningarfundur borgarstjóra - Athafnaborgin 2024 var haldinn 22. maí 2024. Á fundinum var gefin yfirsýn um stöðu uppbyggingar innviða og atvinnulífs í Reykjavík. Upptöku af fundinum og dagskrá má nálgast hér: https://reykjavik.is/athafnaborgin-2024

Atvinnu- og borgarþróunarteymi ræður yfir póstfanginu athafnaborgin sem hefur verið notað í auglýsingum og á miðlum borgarinnar sem snertipunktur fyrirtækja við borgina þegar kemur að því að hefja starfsemi í borginni, stækka eða þróast. Fleirum sinnum í viku berast tölvupóstar frá fyrirtækjum á það póstfang þannig að innleiðing gengur vel.

     

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: