Vaxandi borg
Framtíðarsýn Græna plansins í efnahagsmálum.
Í Reykjavík er kraftmikið, samkeppnishæft borgarsamfélag og frjósamur jarðvegur fyrir skapandi hugmyndir sem laðar fólk að til búsetu, heimsókna og athafna. Borg sem setur grænan vöxt í forgang.
Hér fyrir neðan getur þú séð helstu markmið í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum í Reykjavík til 2030.
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.
1. Ábyrg fjármálastjórnun
Markmið Reykjavíkurborgar í fjármálum til 2030 er ábyrg fjármálastjórnun sem byggir á grunngildum fjármálastefnu Reykjavíkurborgar um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
2. Þétt og blönduð byggð
Markmið Reykjavíkurborgar í íbúðauppbyggingu er að byggðar verði 1.000-1.500 nýjar íbúðir á ári til 2030 í þéttri, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
3. Ný atvinnutækifæri framtíðar
Markmið Reykjavíkurborgar í þróun atvinnutækifæra til 2030 er að hún verði á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
4. Gott um hverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun
Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.