2. Þétt og blönduð byggð

Vaxandi borg

Markmið Græna plansins í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum.

Markmið Reykjavíkurborgar í íbúðauppbyggingu er að byggðar verði  1.000-1.500 nýjar íbúðir á ári til 2030 í þéttri, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.

  • Borgin hefur vaxið og íbúum og störfum fjölgað á sama tíma og útblástur vegna bílaumferðar hefur dregist saman 
  • 10.000-15.000 nýjar íbúðir hafa risið í Reykjavík síðastliðinn áratug; allar á þéttingarreitum sem auka sjálfbærni hverfa og nýta betur innviði borgarinnar
  • 80% nýrra íbúða hafa risið innan áhrifasvæðis Borgarlínu og a.m.k. 90% hafa risið innan núverandi þéttbýlismarka
  • Fjölbreytt framboð húsnæðiskosta fyrir alla hópa - 25% af nýjum íbúðum innan hverfa byggðar á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.
Lykiluppbyggingarsvæðin eru: Ártúnshöfði, Skerjafjörður, Vogabyggð og þróunarsvæði meðfram Borgarlínu.