Sögur úr athafnalífi í Reykjavík

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Með innlendri og alþjóðlegri markaðssetningu viljum við draga fram frábærar sögur úr fjölbreyttu athafnalífi í Reykjavík sem geta vakið innblástur og styrkt ímynd borgarinnar. Sterk ímynd gerir borgina eftirsóknarverðari og laðar að fjármagn, ný fyrirtæki og hæfileikaríkt fólk til búsetu, heimsókna og athafna.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Vitað er að til að styrkja ímynd borgarinnar og laða að fjármagn, ný fyrirtæki og hæfileikaríkt fólk þá getur góð leið m.a. verið að komast á samanburðarlista við aðrar borgir. Reykjavíkurborg hefur safnað saman margvíslegum gögnum um sjálfbærni borgarinnar og sent á Economist Impact til að komast á 'Urban Performance Index' (UPI), nýjan mælingaramma sem er hannaður til að meta sjálfbæra þróun í borgum á heimsvísu. Að baki UPI stendur Economist Impact sem í samvinnu við og með fjármögnun frá UN-Habitat hefur þróað rammann. 

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024 Vitað er að til að styrkja ímynd borgarinnar og laða að fjármagn, ný fyrirtæki og hæfileikaríkt fólk þá getur góð leið m.a. verið að komast á samanburðarlista við aðrar borgir. Reykjavíkurborg hefur safnað saman margvíslegum gögnum um sjálfbærni borgarinnar og sent á Economist Impact til að komast á 'Urban Performance Index' (UPI), nýjan mælingaramma sem er hannaður til að meta sjálfbæra þróun í borgum á heimsvísu. Að baki UPI stendur Economist Impact sem í samvinnu við og með fjármögnun frá UN-Habitat hefur þróað rammann. 
     

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: