Sögur úr athafnalífi í Reykjavík
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Með innlendri og alþjóðlegri markaðssetningu viljum við draga fram frábærar sögur úr fjölbreyttu athafnalífi í Reykjavík sem geta vakið innblástur og styrkt ímynd borgarinnar. Sterk ímynd gerir borgina eftirsóknarverðari og laðar að fjármagn, ný fyrirtæki og hæfileikaríkt fólk til búsetu, heimsókna og athafna.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Reykjavíkurborg tók í ár þátt í Startup Guide Reykjavík, alþjóðlegri ritröð sem kynnir nýsköpunarvistkerfi yfir 60 borga og veitir frumkvöðlum leiðsögn, innblástur og aðgang að lykilaðilum í nýsköpun. Leiðarinn inniheldur ítarlegar upplýsingar um frumkvöðla, fjárfesta, nýsköpunarverkefni og ráðgjöf frá sérfræðingum í Reykjavík.
Útgáfuhóf Explorer Series: Reykjavík var haldið á Iceland Innovation Week 2025 í samstarfi við Íslandsstofu, Reykjavík Science City og Iceland Innovation Week. Þátttaka borgarinnar í verkefninu styrkir sýnileika Reykjavíkur sem lifandi nýsköpunarborgar og eflir tengingar við alþjóðlegt frumkvöðlasamfélag. Reykjavíkurborg hefur tekið virkan þátt í markaðsstarfi Reykjavik Science City sem hefur lagt áherslu á lífvísindi árið 2025, skýrslan er aðgengileg hér https://www.islandsstofa.is/frettir/islensk-lifvisindi-a-spennandi-timamotum
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 | Vitað er að til að styrkja ímynd borgarinnar og laða að fjármagn, ný fyrirtæki og hæfileikaríkt fólk þá getur góð leið m.a. verið að komast á samanburðarlista við aðrar borgir. Reykjavíkurborg hefur safnað saman margvíslegum gögnum um sjálfbærni borgarinnar og sent á Economist Impact til að komast á 'Urban Performance Index' (UPI), nýjan mælingaramma sem er hannaður til að meta sjálfbæra þróun í borgum á heimsvísu. Að baki UPI stendur Economist Impact sem í samvinnu við og með fjármögnun frá UN-Habitat hefur þróað rammann. | |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.