Hakkaþonið Climathon

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Climathon er hakkaþon sem unnið er í samstarfi við Climate-KIC og er alþjóðlegt 24 klukkustunda hugmyndahakkaþon um lausnir í loftslagsmálum. Undanfarið hefur Climathon verið haldið í samvinnu við MATÍS en þetta árið er viðburðurinn haldinn eingöngu á vegum Reykjavíkur.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2023

Aðgerð lokiið. Climathon er sólarhrings hakkaþon sem haldið var í Grósku 28.-29. október 2022. Þema hakkaþonsins var endurhugsun samgöngukjarna (Co-create Mobiliy Hub). Til að tengja hugmyndir við veruleika verður leitað eftir tengingu þeirra við Hlemm og Borgarlínuna. Eins og yfirskriftin Climathon gefur til kynna var áhersla á vistvænar hugmyndir sem styðja við loftslagsmarkmið. Teymi Pedaló vann fyrir bestu hugmyndina en auk peningaverðlauna verður teymið í samskiptum við fulltrúa borgarinnar og hagaðila um hvernig mögulegt er að raungera hugmyndir þeirra.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2022 Reykjavíkurborg ritaði undir samninga um áframhaldandi samvinnu um Snjallræði, Hringiðu og Gulleggið í byrjun árs. Verkefni sem þróuð hafa verið innan hraðalsins hafa nú þegar haft margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið. Viðburður var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við Nýsköpunarviku (Innovation Week) undir nafninu "Innovation for a circular world" þar sem frumkvöðlar úr Hringiðu-hraðlinum kynntu hugmyndir sínar fyrir sérfræðingum á sviði nýsköpunar og sjálfbærni. 150 hugmyndir bárust í Gulleggið sem er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Sigurvegari Gulleggsins 2022 var viðskiptahugmyndin TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, sem er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: