Aðgerðaáætlun Atvinnu- og nýsköpunarstefnu
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar 2030 "Nýsköpun alls staðar" fjallar um hvernig Reykjavíkurborg hefur alla burði til þess að bjóða upp á alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi fyrir skapandi atvinnulíf, menningu og nýsköpun. Nýjar áherslur í Atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar munu hjálpa okkur að búa til frjóan farveg þar sem ólíkir straumar sameinast og laða til sín hugmyndaríkt og atorkusamt fólk. Til að innleiða stefnuna verður tveggja ára aðgerðaáætlun unnin og hún svo uppfærð að tveimur árum liðnum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Aðgerðaáætlun atvinnu- og nýsköpunarstefnu 2023-2024 var samþykkt í forsætisnefnd í apríl 2023.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Janúar 2023 |
Áfram var unnið með kynningarefnið á síðari hluta árs. Markmið kynningarefnis er að skapa Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna og að fá fólk til þess að verja meiri tíma í Reykjavík á ferð sinni um Ísland. Herferðirnar Restart, Reconnect og Are you ready for Reykjavik héldu áfram og helstu markhópar voru efnameiri ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi. |
|
Júlí 2022 | Samhliða vinnu við nýja Atvinnu- og nýsköpunarstefnu voru unnin gróf drög að aðgerðaáætlun. Áframhaldandi vinna á sér stað við gerð aðgerðaáætlunarinnar í samhljómi við Græna planið, meirihlutasáttmála, vinnu Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs ásamt Stafræns ráðs. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.