Grænn vöxtur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Við ætlum okkur að verða kolefnishlutlaus 2030. Í því felast áskoranir sem þarfnast skapandi lausna sem nýtast bæði í Reykjavík, á Íslandi og fyrir heiminn allan. Við þurfum að tryggja að við grípum þau tækifæri sem skapast. Borgin vill hvetja og styðja við græn nýsköpunarverkefni, hraðla og þekkingarsetur, efla hringrásarkerfið t.d. me því að skipuleggja hringrásariðngarð á Álfsnesi, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum sviðum atvinnulífs borgarinnar og fjölga atvinnutækifærum nálægt sjálfbærum samgöngum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Reykjavíkurborg er bakhjarl Hringiðu sem er viðskiptahraðall með það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni á frumstigi, sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfis og sjálfbærni. Reykjavíkurborg er með fulltrúa í stýrihóp, leggur til mentor og auk þess hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, erindi fyrir helstu fjárfesta landsins á lokadegi Hringiðu í maí 2024.
Áfram var unnið að verkefnum í Grænu húsnæði framtíðarinnar þar sem Reykjavíkurborg var með hagræna hvata fyrir græna húsnæðisuppbyggingu og var fyrsta skóflustungan tekin á Frakkastíg 1. Útboð fyrir rammaskipulag og þróunaráætlun fyrir Hringrásargarð á Álfsnesi var undirbúið
Undirbúningur að fyrsta loftslagsborgarsamningi stóð yfir sumarið 2024. Í tengslum við hann er gert ráð fyrir aðgerðum og þátttöku utanaðkomandi aðila, m.a. atvinnulífs, B-hluta fyrirtækja og stofnana. Samtal og samráð við þessa aðila átti sér stað á fyrri helmingi árs 2024.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 |
Reykjavíkurborg er bakhjarl Hringiðu sem er viðskiptahraðall með það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni á frumstigi, sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfis og sjálfbærni. Reykjavíkurborg er með fulltrúa í stýrihóp, leggur til mentor og auk þess hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, erindi fyrir helstu fjárfesta landsins á lokadegi Hringiðu í maí 2024. Áfram var unnið að verkefnum í Grænu húsnæði framtíðarinnar þar sem Reykjavíkurborg var með hagræna hvata fyrir græna húsnæðisuppbyggingu og var fyrsta skóflustungan tekin á Frakkastíg 1. Útboð fyrir rammaskipulag og þróunaráætlun fyrir Hringrásargarð á Álfsnesi var undirbúið Undirbúningur að fyrsta loftslagsborgarsamningi stóð yfir sumarið 2024. Í tengslum við hann er gert ráð fyrir aðgerðum og þátttöku utanaðkomandi aðila, m.a. atvinnulífs, B-hluta fyrirtækja og stofnana. Samtal og samráð við þessa aðila átti sér stað á fyrri helmingi árs 2024. |
|
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.