Kynningarefni um Reykjavíkurborg

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Vinna nýtt kynningarefni sem vekur athygli á Reykjavík sem borg til að heimsækja, búa, læra, starfa og skapa. Unnið er út frá meginmarkmiðum ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Sjá nánar í Græna planinu 2022 - 2023 og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2023

Aðgerð lokið. Áfram var unnið með kynningarefnið á síðari hluta árs. Markmið kynningarefnis er að skapa Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna og að fá fólk til þess að verja meiri tíma í Reykjavík á ferð sinni um Ísland. Herferðirnar Restart, Reconnect og Are you ready for Reykjavik héldu áfram og helstu markhópar voru efnameiri ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2022 Markmið kynningarefnis er að skapa Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna og að fá fólk til þess að verja meiri tíma í Reykjavík á ferð sinni um Ísland. Þegar hafa herferðirnar Restart, Reconnect og Are you ready for Reykjavik verið hrundið af stokkunum og eru helstu markhópar efnameiri ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: