Kynningarefni um Reykjavíkurborg
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Vinna nýtt kynningarefni sem vekur athygli á Reykjavík sem borg til að heimsækja, búa, læra, starfa og skapa. Unnið er út frá meginmarkmiðum ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Sjá nánar í Græna planinu 2022 - 2023 og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. janúar 2023
Aðgerð lokið. Áfram var unnið með kynningarefnið á síðari hluta árs. Markmið kynningarefnis er að skapa Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna og að fá fólk til þess að verja meiri tíma í Reykjavík á ferð sinni um Ísland. Herferðirnar Restart, Reconnect og Are you ready for Reykjavik héldu áfram og helstu markhópar voru efnameiri ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 | Markmið kynningarefnis er að skapa Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna og að fá fólk til þess að verja meiri tíma í Reykjavík á ferð sinni um Ísland. Þegar hafa herferðirnar Restart, Reconnect og Are you ready for Reykjavik verið hrundið af stokkunum og eru helstu markhópar efnameiri ferðamenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.