1. Ábyrg fjármálastjórnun
Vaxandi borg
Markmið Græna plansins í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum.
Markmið Reykjavíkurborgar í fjármálum til 2030 er ábyrg fjármálastjórnun sem byggir á grunngildum fjármálastefnu Reykjavíkurborgar um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- Fjármálastjórn er öguð og með áherslu á ábyrga ráðstöfun fjármuna og aðhaldi í rekstri
- Þjónusta borgarinnar við íbúa er tryggð
- Stöðugleiki er tryggður með því að haga útgjöldum til rekstrar og fjárfestinga til langs tíma í takt við þróun tekjustofna
- Tekjustofnar borgarinnar hafa verið styrktir og viðspyrna mynduð í hagkerfinu
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
| Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
|---|---|---|---|---|
| 10 ára innviðaáætlun | Í vinnslu | 2024 | Júlí 2024 | Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
| Aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkur | Viðvarandi | Júlí 2024 | Fjármála- og áhættustýringarsvið | |
| Kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð | Viðvarandi | Júlí 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Fjármála- og áhættustýringarsvið |
|
| Fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Fjármála- og áhættustýringarsvið |
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.