Iceland Innovation Week

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reykjavíkurborg er einn af bakhjörlum Nýsköpunarvikunnar þar sem fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum, fyrirlestrum og uppákomum með margs konar snertiflötum. Markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar þvert á atvinnugreinar og fyrirtæki og frumkvöðlar fá tækifæri til að deila mikilvægri þekkingu. Hátíðin vekur jafnframt athygli á Reykjavíkurborg sem nýsköpunarborg, laðar til sín fjármagn, fjárfesta og erlenda sérfræðinga á sviði nýsköpunar og grænna lausna og skapar samlegðaráhrif með öðrum verkefnum líkt og Reykjavik Science City.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Nýsköpunarvikan var haldin 22.-26. maí og var hátíðin sú stærsta til þessa. Meira en 800 voru með hátíðarpassa frá meira en 20 löndum og meira en 70 hliðarviðburðir voru haldnir. Fréttirum hátíðina voru birtar á bæði innlendum og erlendum miðlum. Þverfaglegur starfshópur innan borgarinnar var settur til að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar þvert á borgarkerfi í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Reykjavíkurborg hélt málþing undir nafninu Nýsköpun fyrir fólk sem var einn besti sótti viðburður hátíðarinnar. Borgin var með kynningarbás á Grósku takeover-deginum  og hélt auk þess nýsköpunarnámskeið fyrir starfsmenn borgarinnar sem var full setið.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Janúar 2023  

Borgarráð samþykkti í nóvember 2022 að Reykjavíkurborg styrki Iceland Innovation Week um 2,5 m.kr. næstu tvö ár (2023 og 2024) og taki auk þess virkan þátt í hátíðinni sem og Nordic Start up Awards. Auk fjárframlags er markmið borgarinnar að nýta hátíðina sem vettvang til samræðna, samstarfs og kynningar á eigin nýsköpunarverkefnum.

Júlí 2022 Reykjavíkurborg var einn af bakhjörlum Nýsköpunarvikunnar sem haldin var dagana 16.–20. maí 2022. Viðburðir Reykjavíkurborgar voru: Viðburður í Tjarnarsalnum þar sem lögð var áhersla á nýsköpun innan borgarinnar. Tvö erindi frá Reykjavíkurborg voru haldin á Nýsköpunardegi hins opinbera annars vegar um Græna planið og hins vegar um velferðartækni. Reykjavíkurborg lánaði Hafnarhúsið til móttöku í tengslum við Nordic Startup Awards. Hringiða var með sjálfbærniviðburð í Tjarnarsalnum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir opnaði Nordic Startup Awards verðlaunahátíðina. Auk þess var sjósundsviðburður haldinn í Nauthólsvík í samstarfi við Íþrótta- og tómstundasvið á lokadegi hátíðarinnar.  

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: