Grænn vöxtur

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Græna umbreytingin verður byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku. Við viljum rækta nútímalegt samfélag þar sem ávinningi tækniframfara er dreift með sanngjörnum hætti. Í Reykjavík geta allir fundið farveg fyrir hugmyndir sínar og tekið virkan þátt í atvinnulífi og nýsköpun. Við vinnum markvisst að inngildingu þar sem fólk hefur sömu tækifæri, óháð uppruna, þjóðerni, stétt, tungumáli, litarhætti, trúarbrögðum, lífs- eða stjórnmálaskoðunum, trúleysi, kyni, kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu, kyneinkennum, aldri, fötlun, holdafari, líkamsgerð, heilsufari, atgervi eða annarri stöðu.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Upplýsingar um styrkþega sem fá styrk úr borgarsjóði eru kyngreind með aðferð kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar. Í umsóknareyðublaðinu tekur styrkþegi fram hvaða eftirfarandi samfélagshópa verkefnið nær til. Verkefni sem eru styrkt af Reykjavíkurborg þurfa að samræmast mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Í vinnslu er yfirferð á núverandi styrkjareglum Reykjavíkurborgar þannig að hægt verði að sækja um styrk úr borgarsjóði allt árið um kring og úthlutað verði einu sinni til tvisvar á ári. Þetta er gert til að jafna tækifæri allra til að sækja um.​

Fagráð Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á meðferð styrkumsókna á sínu sviði og skipa þau faghópa sem yfirfara umsóknir og veita fagráði ráðgjöf um meðferð umsókna. Kynjahlutföll í faghópum eiga að vera sem jöfnust.​

Reykjavíkurborg er með fulltrúa í stýrihópum þeirra nýsköpunarhraðla sem borgin tekur þátt og tryggir þannig að val teyma samræmist stefnum borgarinnar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024

Upplýsingar um styrkþega sem fá styrk úr borgarsjóði eru kyngreind með aðferð kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar. Í umsóknareyðublaðinu tekur styrkþegi fram hvaða eftirfarandi samfélagshópa verkefnið nær til. Verkefni sem eru styrkt af Reykjavíkurborg þurfa að samræmast mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Í vinnslu er yfirferð á núverandi styrkjareglum Reykjavíkurborgar þannig að hægt verði að sækja um styrk úr borgarsjóði allt árið um kring og úthlutað verði einu sinni til tvisvar á ári. Þetta er gert til að jafna tækifæri allra til að sækja um.​

Fagráð Reykjavíkurborgar bera ábyrgð á meðferð styrkumsókna á sínu sviði og skipa þau faghópa sem yfirfara umsóknir og veita fagráði ráðgjöf um meðferð umsókna. Kynjahlutföll í faghópum eiga að vera sem jöfnust.​

Reykjavíkurborg er með fulltrúa í stýrihópum þeirra nýsköpunarhraðla sem borgin tekur þátt og tryggir þannig að val teyma samræmist stefnum borgarinnar.

     

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: