Sameiginlegur skilningur Reykjavíkurborgar og atvinnulífs
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Við viljum efla nýsköpunarmenningu hjá Reykjavíkurborg og bæta þjónustu við fyrirtæki og frumkvöðla með því að gera hana einfaldari, stafrænni, aðgengilegri og fyrirsjáanlegri og byggja upp trausta og skilvirka innviði í takt við þarfir atvinnulífs og nýsköpunarsamfélags. Þetta gerum við m.a. við að styðja við Iceland Innovation Week, skilgreina að hluta fjármagns starfseininga verði varið til umbóta- og nýsköpunarverkefna, endurskoða umgjörð innkaupamála með það að markmiði að bæta skapa tækifæri fyrir fleiri aðila, bæta þjónustu við fyrirtæki með rafrænum umsóknarferlum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Reykjavíkurborg vinnur með fleiri aðilum sem á einn eða annan hátt styðja við vistkerfi nýsköpunar. Borgin er t.a.m. bakhjarl Nýsköpunarviku (Iceland Innovation Week) þar sem 850 aðilar voru með passa á hátíðina þar af 40% alþjóðlegir gestir. 50 innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt, og allskyns opnir viðburðir voru um alla borg sem settu fókus á hinar ýmsu hliðar nýsköpunar. Reykjavíkurborg var með opið hús og örviðburði í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi 15.-16. maí sem settu nýsköpun í borginni í fókus.
Nálgast má kynningar hér: https://reykjavik.is/iceland-innovation-week .
Samningar voru endurnýjaðir við Klak – Icelandic Startups vegna Hringiðu og Gulleggsins og voru samningar einnig endurnýjaðir við FabLab Reykjavík.
Ný umboðsvirkni í tengslum við innskráningu fyrir prókúruhafa á Mínum síðum var tekin í notkun. Það verkefni var mikilvægt fyrsta skref til að auka þjónustu við fyrirtæki með rafrænum hætti.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 |
Reykjavíkurborg vinnur með fleiri aðilum sem á einn eða annan hátt styðja við vistkerfi nýsköpunar. Borgin er t.a.m. bakhjarl Nýsköpunarviku (Iceland Innovation Week) þar sem 850 aðilar voru með passa á hátíðina þar af 40% alþjóðlegir gestir. 50 innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt, og allskyns opnir viðburðir voru um alla borg sem settu fókus á hinar ýmsu hliðar nýsköpunar. Reykjavíkurborg var með opið hús og örviðburði í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi 15.-16. maí sem settu nýsköpun í borginni í fókus. Nálgast má kynningar hér: https://reykjavik.is/iceland-innovation-week . Samningar voru endurnýjaðir við Klak – Icelandic Startups vegna Hringiðu og Gulleggsins og voru samningar einnig endurnýjaðir við FabLab Reykjavík. Ný umboðsvirkni í tengslum við innskráningu fyrir prókúruhafa á Mínum síðum var tekin í notkun. Það verkefni var mikilvægt fyrsta skref til að auka þjónustu við fyrirtæki með rafrænum hætti. |
|
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.