Fleiri stoðir verðmætasköpunar​

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Við viljum að fyrirtæki og frumkvöðlar geti fengið brautargengi fyrir hugmyndir sínar og laðað til sín hæfileikaríkt fólk og fjármagn. Sérstök áhersla verður lögð á hugvitsdrifinn útflutning, skapandi greinar og verkefni á sviði græns vaxtar. Við vinnum t.d. náið með hagaðilum að þróun þekkingar- og nýsköpunarkjarna í Miðborg, Vatnsmýri, Gufunesi og Álfsnesi. Við ætlum að móta framtíðarumgjörð um rannsóknar- og nýsköpunarsamstarf Reykjavíkurborgar, skilgreina aðkomu að frumkvöðla- og þekkingarsetrum og hvernig borgin tekur þátt í klasastarfsemi.​

Við hlúum að íbúum Reykjavíkur með því að tryggja aðgang að góðri menntun, veita þjálfun til að takast á við breytt atvinnulíf og efla alþjóðlega samkeppnishæfni borgarinnar með því að laða til okkar hæfileikaríkt fólk frá öllum heimshornum. Við hlúum að umhverfi nýsköpunar, lista og menningar í öllu skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar með áherslu á samfélagslega nýsköpun og framsæknar lausnir þegar kemur að inntaki náms og starfsaðferðum. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Áfram er unnið að þróun þekkingar- og nýsköpunarkjarna í Reykjavik. Sjá nánar um Miðborg, Vatnsmýri, Gufunes og Álfsnes í kafla 3 Ný atvinnutækifæri framtíðar.

Unnið hefur verið áfram með framtíðarumgjörð um rannsóknar- og nýsköpunarsamstarf Reykjavíkurborgar og er ítarleg handbók verkefna í mótun og verður kynnt í viðeigandi ráðum.

Reykjavíkurborg er með samning við Rannsóknarmiðstöð Íslands um stuðning við Nýsköpunarsjóð námsmanna sem ýtir undir að nemendur við háskóla landsins horfi til borgarinnar þegar þeir leita sér að spennandi og krefjandi verkefnum sjálfum sér og borginni til heilla.

Reykjavíkurborg hefur tekið virkan þátt í klasastarfsemi og er m.a. aðildarfélagi að Orkuklasa, Fjártækniklasa og Ferðaklasa.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024

Áfram er unnið að þróun þekkingar- og nýsköpunarkjarna í Reykjavik. Sjá nánar um Miðborg, Vatnsmýri, Gufunes og Álfsnes í kafla 3 Ný atvinnutækifæri framtíðar.​

Ný framtíðarumgjörð um rannsóknar- og nýsköpunarsamstarf Reykjavíkurborgar hefur verið mótuð og aðgerðaráætlun 2024-2026 um þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum samþykkt af forsætisnefnd í júní 2024. Sjá aðgerðaráætlun hér. Ytri úttekt var unnin á verkefnum á vegum stofnunar stjórnsýslufræða.​

Reykjavíkurborg hefur tekið virkan þátt í klasastarfsemi og er m.a. aðildarfélagi að Orkuklasa, Fjártækniklasa og Ferðaklasa. ​

Vinna við að skilgreina aðkomu borgarinnar að frumkvöðla- og þekkingarsetrum er ekki hafin.

     

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: