3. Ný atvinnutækifæri framtíðar
Helstu markmið í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum í Reykjavík til 2030
Markmið Reykjavíkurborgar í þróun atvinnutækifæra til 2030 er að hún verði á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- Aukin áhersla er lögð á að rækta nýsköpunarhugsun og skilning borgarkerfisins á forsendum nýsköpunar í atvinnulífi og menningu
- Þjónustu borgarinnar, þ.m.t. við atvinnulífið hefur verið umbreytt til stafrænna, einfaldara og aðgengilegra horfs
- Grænar og skapandi greinar hafa verið efldar og störfum í nýsköpun fjölgað með áherslu á sprotastarfsemi og fjölda nýsköpunarlausna
- Í þróun hefðbundinna atvinnugreina innan borgarinnar er áhersla lögð á aukna nýsköpun, sjálfbærni og atvinnuþátttöku allra þjóðfélagshópa
- Reykjavíkurborg tekur þátt í ýmiss konar árangursríku klasasamstarfi og alþjóðlegu nýsköpunar- og rannsóknarsamstarfi
- Reglulega er skoðað hvaða hæfni og þekkingu Reykjavík framtíðarinnar kallar eftir og hvernig við tryggjum að hún sé til staðar m.a. í gegnum skólakerfið
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Vatnsmýri - Vísindaþorp | Í vinnslu | 2025 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Gufunes - Þorp skapandi greina | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Miðborgin | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Ný atvinnusvæði: Esjumelar, Álfsnes, Hólmsheiði | Í vinnslu | 2030 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.