4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun
Vaxandi borg
Markmið Græna plansins í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum.
Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.
- Uppbygging innviða og aðstöðu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi er í takt við framtíðarsýn borgarinnar
- Fyrirtæki fá rými til athafna og tryggðir eru möguleikar fyrir aðila sem hyggjast þróa land á þéttingarreitum og færa starfsemi sína til innan borgarinnar
- Í Reykjavík er að finna öfluga nýsköpunar- og þekkingarkjarna
- Ný öflug athafnasvæði eru fyrir lítil og stór fyrirtæki á Hólmsheiði, Esjumelum og Álfsnesi
- Atvinnutækifæri hafa þróast og ný störf hafa dreifst um alla borg, inn í þegar byggð hverfi og inn á nýja uppbyggingarreiti
Aðgerðir sem heyra undir markmiðið
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Aðgerðaáætlun Atvinnu- og nýsköpunarstefnu | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Hakkaþonið Climathon | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Nýsköpunarhraðlar og Gulleggið | Lokið | 2023 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Iceland Innovation Week | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
Kynningarefni um Reykjavíkurborg | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Menningar- og ferðamálasvið |
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.