Nýsköpunarhraðlar og Gulleggið

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reykjavíkurborg er einn af aðalbakhjörlum Snjallræðis sem er samfélagslegur viðskiptahraðall og Hringiðu sem er viðskiptahraðall. Auk þess styrkir borgin Gulleggið sem er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins. Borgin á fulltrúa í stýrihópum beggja viðskiptahraðla og aðila í dómnefnd Gulleggsins.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Nýsköpunarvikan var haldin 22.-26. maí og var hátíðin sú stærsta til þessa. Meira en 800 voru með hátíðarpassa frá meira en 20 löndum og meira en 70 hliðarviðburðir voru haldnir. Fréttirum hátíðina voru birtar á bæði innlendum og erlendum miðlum. Þverfaglegur starfshópur innan borgarinnar var settur til að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar þvert á borgarkerfi í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Reykjavíkurborg hélt málþing undir nafninu Nýsköpun fyrir fólk sem var einn besti sótti viðburður hátíðarinnar. Borgin var með kynningarbás á Grósku takeover-deginum  og hélt auk þess nýsköpunarnámskeið fyrir starfsmenn borgarinnar sem var full setið.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Umsjón með Hringiðu hraðlinum, sem keyrður er í þriðja sinn í ár, er í höndum KLAK – Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Sprotafyrirtækin sem fengu pláss í hraðlinum í ár voru Melta, Munasafn RVK Tool Library, Mar Eco, Orb, Bambahús, Resea Energy og Alor. Unnið er að nýjum samningi við Klak-Icelandic Startups varðandi Hringiðu og Gulleggið. Snjallræði er nú haldið á vegum Nýsköpunarstofu menntunar en ennþá í samstarfi við MITDesignX.

  Janúar 2023   Reykjavíkurborg sat í stýrihóp Snjallræðis sem er 16 vikna vaxtarrými sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Reykjavíkurborg hélt erindi á vinnusmiðju með teymunum auk þess að veita ráðgjöf og svara spurningum þeirra. Lokadagur Snjallræðis var haldinn 7. desember og voru sprotarnir sem þar komu fram: Hringvarmi, Ylur, BioBuilding, Orb, Fort, On To Something, Laufið, Hugmyndasmiðir og Sara, stelpa með ADHD.
  Júlí 2022 Reykjavíkurborg ritaði undir samninga um áframhaldandi samvinnu um Snjallræði, Hringiðu og Gulleggið í byrjun árs. Verkefni sem þróuð hafa verið innan hraðalsins hafa nú þegar haft margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið. Viðburður var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við Nýsköpunarviku (Innovation Week) undir nafninu "Innovation for a circular world" þar sem frumkvöðlar úr Hringiðu-hraðlinum kynntu hugmyndir sínar fyrir sérfræðingum á sviði nýsköpunar og sjálfbærni. 150 hugmyndir bárust í Gulleggið sem er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Sigurvegari Gulleggsins 2022 var viðskiptahugmyndin TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, sem er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: